Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 27
S ú l e y n d a á s t TMM 2010 · 1 27 Ég sem stend að þessari samantekt úr hinum eftirminnilega ljóðaflokki Elíasar vona að tepruskapur verði ekki til þess að enn verði bið á útgáfu hans og annarra eftirminnilegra skáldverka um ástir samkynhneigðs fólks í sinn hóp. „Elías, kynin eru augljóslega sköpuð til að ná saman kynferðislega,“ sagði ég einhvern tíma við gamla manninn í reyk­ og rykmettaðri stofunni í íbúð hans á Melunum. Kaktusarnir voru horfnir úr breiðri gluggakistunni fyrir hans orð. Sambýliskona mín, Norma, hafði tekið þá með sér og flutt austur þangað sem við bjuggum. Kakt­ usarnir drápust fljótlega allir, ég held af nikótínskorti. Ég hélt áfram og sagði: „Sú fullyrðing stenst ekki að full nautn geti fylgt því að ganga í berhögg við helstu líkamleg skilyrði til fullrar ánægju af kynmökum, – það gera þeir sem hafa mök og eru af sama kynferði!“ Ég hafði gleymt háskaleiknum sem er mikilvægur hluti kynmaka. Elías varð á svipinn eins og væri stjörnufræðingur sem spurður er aulalega um einhverja af hinum heillandi ráðgátum útgeimsins, svo sveiflaði hann munnstykk­ inu með annarri hendinni vanabundið og blakaði fingrum hinnar handarinnar líkt og væri kló af dauðum erni, og svarið var líkast því sem mælt væri fram af hjartans einlægni: „Það er svo margt sem tveir karlmenn geta gert hvor fyrir annan!“ Augu þín skinu fegurri en nokkru sinni í þeirri mettuðu kyrrð. Líkami þinn, snerting hans, hver minnsta hreyfing hans, var mér opinberun þess er ég hafði þráð. Vonarneistinn, sem orð þín höfðu tendrað fáum dögum fyrr, hann var orðinn að vermandi báli. Ljóðaflokkurinn Fimmæra er þroskasaga fylgisveins sem vex frá meist­ ara sínum, þeim sem ljóðin semur. Skapgerð yngri mannsins harðnar og mótast á leiðinni burt, tilfinningalega, sálrænt og landfræðilega. Tveir menn sem lifað hafa við tilvistarlega einsemd hittast, ná saman. Við það opnast völundarhús mannssálna sem ljóðin eru vitnisburður um. Að endingu segir ljóðmælandinn frá bréfi þess brottflutta til hans: Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf frá þér; þar standa þessar línur: „… Mér hefur aldrei tekizt að gefa það bezta úr sjálfum mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.