Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r
132 TMM 2010 · 1
sagna við að beita hlutlægni í frásögn (þótt um það megi lengi deila hversu
möguleg slík hlutlægi sé) og hafa sannleikann sem leiðarhnoða í skrifum
sínum (þótt hugtakið „sannleikur“ geti einnig verið umdeilanlegt, eins og
dæmin sanna). Í hefðbundum ævisögum er sjaldnast um það að ræða að menn
„skáldi í eyðurnar“,7 leiki sér með sannleiks og veruleikahugtakið eða brjóti
upp línulegan æviferil þess sem skrifað er um.
Titlarnir á bókum Péturs Gunnarssonar eru eins og margir vita grafskrift sú
sem Þórbergur Þórðarson valdi sér og er klöppuð á legstein hans – reyndar á
esperantó – ásamt nótum fyrir stef úr vögguvísu eftir Brahms (Wiegenlied op.
49–4). Vissulega má líta á bækur Péturs líka sem „grafskrift“ eftir Þórberg eða
að minnsta kosti hluta af þeim eftirmælum sem smám saman eru að byggjast
upp um þennan höfund eftir langt tímabil þar sem nokkurt áhugaleysi hefur
ríkt um hann og verk hans. Fyrri bókin hefur undirtitilinn „Þroskasaga Þór
bergs Þórðarsonar“ en sú síðari hefur engan undirtitil. Pétur hefði þó hugs
anlega getað valið henni til að mynda undirtitilinn: „Tillag til íslenskrar menn
ingarsögu 20. aldar“ því það er sá þráður sem einna gildastur er í síðara
bindinu. Pétur hefur sagt frá því að hann hafi íhugað að setja undirtitilinn
„Harmsaga Þórbergs Þórðarsonar“ á síðari bókina en horfið frá því þar sem þar
hefði líklega verið fullsterkt að orði kveðið.8 Færa má þó fyrir því sterk rök að
margt í sögu Þórbergs hafi drætti harmleiksins þótt hann hafi kosið að sýna
lesendum sínum líf sitt að miklu leyti í ljósi skopleiks. Og þá eru ekki síður
harmrænir þættir í þeirri mannkynssögu sem Pétur leitast einnig við að draga
upp í síðara bindi sínu.
Bindin tvö eru nokkuð ólík í nálgun höfundar að viðfangsefninu. Í fyrra
bindinu er kastljósinu alltaf beint að aðalpersónunni, Þórbergi, en í því síðara
stíga margar fleiri aðalpersónur fram á sjónarsviðið og Þórbergur hverfur af
sviðinu um stund. Þá taka yfir sviðið persónur eins og Halldór Laxness, Ragn
ar í Smára og hjónin Kristinn E. Andrésson og Þóra Vigfúsdóttir. Og í minna
mæli persónur á borð við Erlend í Unuhúsi, Kristínu Guðmundardóttur, vin
konu Þórbergs, og Sólrúnu Jónsdóttur, barnsmóður Þórbergs. Ekki hefur
öllum lesendum líkað þetta vel, til dæmis skrifar Jón Viðar Jónsson í ritdómi í
DV: „Pétur á að vísu til að skeiða út um víðan völl; stundum tekur hann að
rekja gang mannkynssögunnar af helstil mikilli nákvæmni, stundum fer hann
að tala um allt annað fólk en Þórberg og frú, svo maður spyr sig jafnvel hvort
hann hafi gleymt þeim. En það er þá aðeins um stundarsakir; hann kemur
alltaf að þeim aftur.“9 Taka skal fram að Jón Viðar er, þrátt fyrir þessa kvörtun,
afar hrifinn af bókinni og segir hana eina „skemmtilegustu bók sem [hann]
minnist þess að hafa lesið um íslenskan rithöfund“.
Titlarnir á bókum Péturs eru mjög vel valdir því þeir eru hvor um sig mjög
lýsandi fyrir innihaldið. Í fyrra verkinu fylgir Pétur Þórbergi frá því að hann
kemur til Reykjavíkur átján ára gamall og þar til hann gengur í hjónaband með
Margréti Jónsdóttur 44 ára gamall eftir þriggja mánaða kynni og síðasti kafl
inn lýsir brúðkaupsferð þeirra hjóna í Suðursveitina sumarið 1933. Eins og
frægt er af bókum Þórbergs einkenndust þroskaár hans í Reykjavík af fátækt og