Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 121
Á d r e p u r
TMM 2010 · 1 121
bara ef ég væri ekki svona hræddur og vanmáttugur … Og þannig erum við
sem þjóð, lítil, hrædd og vanmáttug – og samt getum við unnið stórvirki ef við
vöndum okkur við það sem við kunnum og gerum best. Íslandssafn verður
aðeins byggt af listfengi og frumleika, af eldmóði, fórnfýsi, með sögulegum
náttúruminjum, af þekkingu náttúrufræðinga, visku þeirra og umfram allt
samtakamætti þeirra og þjóðarinnar.
Frumdrættir að hönnun Íslandssafns hafa þegar verið dregnir, en eftir er að
útfæra þá. Náttúra Íslands hefur lengi varðveitt frumgögnin sem eru að formi
og efni til ævaforn. Í náttúrusögusafni ber að nýta sér hráefni og listfengi nátt
úrunnar – óþarfi að „finna upp“ hjólið og kúluna, enn einu sinni, og íslenskur
skókassaarkitektúr hentar ekki. Arkitektinn, frumkvöðullinn og hugsuður
inn Buckminister Fuller fann ekki upp kúluhúsið eins og oft er fullyrt. Hann
vissi að ígulker höfðu byggt það löngu fyrr, en hann endurhannaði það sem
mannabústað. Þannig vinna þroskaðir og frjóir arkitektar og heppilegasta
formið fyrir Íslandssafn er geislótt í anda íglulkera, krossfiska og sæsóla – svo
og ýmissa plantna sem fram kemur í blómskipunum þeirra. Byggingarform
þar sem ígulkerið myndar kápuna en sæsól innra skipulag safnsins með fær
anlegum veggjum og stórri opinni miðju þar sem hjartsláttur landsins dunar í
vistkerfum Íslands eða Móður Jarðar, eða á öðrum stundum aðrar áherslur –
það er sígilt form sem hægt er að aðlaga flestum þörfum, líkt og leikhús með
færanlegu sviði.
Armar krossfisks eða sæsólar liggja allir inn að miðju. Í einum armi má
túlka eldsmiðjuna undir og í landinu, eldvirknina, jarðhitann, bergmyndanir,
úthafshrygg og jarðsögu; annar armur gæti fjallað um sögu Jarðar og tilurð
Íslands; enn annar kynni að sýna sögu lífs á Jörðu, þróun lífvera og jarðarkerfa
og samspil þeirra á milli; einn armur ætti sannarlega að vera á valdi vatnsins
og hlutdeild þess í lífheimi og jarðmyndunum, og um jökla og samspil þeirra
við umhverfið; og enn einn ætti sannarlega að vera um sjóinn, grunnsævið,
landgrunnið, hafstrauma, veðurfar og lífríki. Þá vantar einn arm fyrir síbreyti
leg viðfangsefni svo sem sjálfbæran landbúnað og náttúrukapítalisma og
annan fyrir listsýningar, myndlist. Sjö arma sæsól!
Og utan um þessa mynd á að vera lystigarður náttúrunnar, jafnvel garður
sem kenndur væri við Ymi eða Ými, þar sem allar bergtegundir Íslands eiga
volduga fulltrúa í björgum sem túlka jarðsögu landsins frá austri til vesturs að
ógleymdum úthafshryggnum. Innan um og saman við eru svo íslenskar blóm
plöntur, fléttur og mosar. Þetta gæti verið frumlegasti og forvitnilegasti lysti
garður á Jörðu nátengdur heimsmynd mannsins frá fornu fari.
Ég vil geta leitt barnið mitt eða barnabarn um lystigarð náttúrunnar og inn
í einn arm krossfisksins, farið um víðáttur tíma og rúms, skoðað brotabrot af
lífheimi Jarðar svo og farleiðir fugla og hvala, fræðst um súrefnisbyltinguna á
Jörðinni í árdaga ljóstillífunar, skyggnst inn í tertíertímabilið, skynjað hreyf
ingar jarðskorpu og fleka, upplifað dásemdir veraldar og þessa dýrmæta lands.
Við eigum þetta eina líf og eina land. Og risaverkefnið Íslandssafn er ögurverk
efni fyrir þjóð sem hefur misst fótanna; það er verkefni til að endurreisa sjálfs