Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 95
R ý n t í r ú s t i r n a r
TMM 2010 · 1 95
son í íslenska laxeldisævintýrið í bókinni Laxaveislan mikla: Þjóðin
borgar brúsann – en ber enginn ábyrgð? og árið 1999 var svo komið að
sögu gagnagrunnsmálsins, Íslenskri erfðagreiningu og hinum aðsóps
mikla forstjóra fyrirtækisins í bókinni Kári í jötunmóð.
Höfundur hennar var ungur sagnfræðingur með mikla reynslu af
fréttamennsku, Guðni Th. Jóhannesson, sem jafnframt er höfundur
Hrunsins – efnismestu bankahrunsbókarinnar. Athyglisvert er nú að
rifja upp viðbrögðin sem sagan um Kára Stefánsson vakti, en þau sner
ust að miklu leyti um þá staðreynd að verkið hefði verið unnið í óþökk
sjálfs viðfangsefnisins. Þurfti Guðni að verja aðferðina við bókarrit
unina og sitja undir ásökunum Kára Stefánssonar um ósagnfræðileg
vinnubrögð sem virtust helst felast í því að voga sér að skrifa um fyrir
tækið án leyfis. Slík umræða hefði verið fráleit í tengslum við hrunsbæk
urnar í dag.
Hér verður ekki reynt að gera tæmandi lista yfir bækur um sam
tímastjórnmálaleg efni síðustu áratuga. Þær er fáar, varla meira en ein
annað hvert ár. Bækur þessar eru yfirleitt hraðsoðnar, enda skrifaðar í
kappi við tímann og keppikefli höfundanna að setja lokapunktinn í
frásögninni helst við sama dag og verkin eru send í prentun. Við kynn
ingu þeirra er höfuðáherslan lögð á æsilegar afhjúpanir, þar sem höf
undur dragi fram nýjar og áður óbirtar upplýsingar: varpi sprengjum
inn í umræðuna.
Annað einkenni verka af þessum toga hefur verið áherslan á hefð
bundnar pólitískar fléttur og að rekja tengsl milli einstaklinga eftir
vina og fjölskylduböndum. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um við
skiptalífið og efnahagsleg tengsl fyrirtækja og einstaklinga.4
Veigamikil undantekning eru tvær bækur Örnólfs Árnasonar frá
1991 og 1994. Sú fyrri, Á slóð kolkrabbans, var reyfarakennd samantekt
á tengslum margra helstu eignamanna landsins, þar sem látið var að því
liggja að leynilegur aðalheimildarmaður höfundar væri innvígður í
helstu launhelgar peningavaldsins. Stíll verksins var líka óvenjulegur
miðað við viðfangsefnið og var það jafnvel kynnt sem nokkurs konar
skáldsaga um raunverulega atburði.
Fjandsamleg umræða?
Á slóð kolkrabbans vakti allnokkra athygli og umtal. Þremur árum síðar
hjó Örnólfur í sama knérunn með Bankabókinni sem leitaðist að sögn
við að sýna fram á hverjir ættu í raun peningana okkar og fletta ofan af
svívirðilegum spillingarmálum og sukki í bankakerfinu. Frásagnarmát