Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 66
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 66 TMM 2010 · 1 hægt að segja að hér væri „alvarlegt tónskáld“ á ferðinni, og tónsmíðin sjálf fékk þá umsögn að hún væri „einhver mesta della, sem hér hefur heyrzt og er þá mikið sagt“.23 Þótt Magnús væri frumkvöðull á ýmsum sviðum tónsköpunar tóku aðrir við kyndlinum þegar leið á sjöunda áratuginn. Í einkalífinu varð hann fyrir þungum áföllum og háði sína glímu við Bakkus þar sem lengi vel mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. Sonorities III fyrir píanó og segulband var frumflutt í Austurbæjarbíói sumarið 1972, en eftir það samdi Magnús ekki einn einasta tón í átta ár.24 Þegar hann tók til máls á ný hafði hann tamið sér einfaldari stíl. Í Adagio fyrir strengi, slagverk og selestu (1980) og Solitude fyrir flautu (1982) laðar hann fram hrífandi töfraspil úr örfáum tónum, fetar varfærna braut frá einum tóni til ann­ ars. Naumhyggjuna fann Magnús loks á sínum eigin forsendum. Í fyrr­ nefnda verkinu er C­dúr­hljómur uppistaða alls, tær og upphafinn, og aðeins stuttur einleikskafli selestunnar um miðbikið brýtur upp formið og gefur færi á fjölbreyttari tónarunum. Þessi síðverk Magnúsar eru sprottin úr samtíma sínum, ekki síður en elektróníkin áður. Einmitt um sama leyti hafði losnað um tök framúrstefnu og raðtækni í tónlistarlíf­ inu og ekki ósennilegt að hann hafi haft einhvern pata af því sem Arvo Pärt og fleiri voru að sýsla um sama leyti. Að brjóta flöskur og þess háttar Dellan svokallaða sem Rögnvaldur Sigurjónsson nefndi í dómi sínum átti sér ýmsar birtingarmyndir, og upp úr 1960 urðu skilin milli eldri og yngri kynslóða skarpari en áður hafði verið. Ferskir vindar framúrstefn­ unnar bárust ekki síst til landsins með Atla Heimi Sveinssyni sem var í þann mund að ljúka háskólanámi og setjast að á Íslandi. Atli hafði stundað tónlistarnám í Reykjavík á unglingsárum, meðal annars sótt tónsmíðatíma hjá Jóni Nordal um skeið. Þar kynntist hann nýrri tónlist og vinnubrögðum, samdi stykki í tólftónastíl fyrir fiðlu og píanó og hlýddi á framúrstefnu miðevrópsku meistaranna af glóðvolgum hljóm­ plötum: Zeitmasse eftir Stockhausen og Le marteau sans maître eftir Boulez, bæði samin 1955. Þetta voru nýstárleg hljóð og vöktu bæði áhuga og furðu piltsins sem spurði kennara sinn hvaða leið væri best til að komast til botns í öllu saman. Jón svaraði með yfirvegun: „Það er bara best að hlusta á þetta aftur og aftur.“25 Að loknu stúdentsprófi hélt Atli Heimir til Kölnar og sat tíma hjá Stockhausen sjálfum, Gottfried Michael Koenig og Günther Raphael; hann sótti einnig námskeiðin í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.