Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 66
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n
66 TMM 2010 · 1
hægt að segja að hér væri „alvarlegt tónskáld“ á ferðinni, og tónsmíðin
sjálf fékk þá umsögn að hún væri „einhver mesta della, sem hér hefur
heyrzt og er þá mikið sagt“.23
Þótt Magnús væri frumkvöðull á ýmsum sviðum tónsköpunar tóku
aðrir við kyndlinum þegar leið á sjöunda áratuginn. Í einkalífinu varð
hann fyrir þungum áföllum og háði sína glímu við Bakkus þar sem lengi
vel mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. Sonorities III fyrir píanó og
segulband var frumflutt í Austurbæjarbíói sumarið 1972, en eftir það
samdi Magnús ekki einn einasta tón í átta ár.24 Þegar hann tók til máls
á ný hafði hann tamið sér einfaldari stíl. Í Adagio fyrir strengi, slagverk
og selestu (1980) og Solitude fyrir flautu (1982) laðar hann fram hrífandi
töfraspil úr örfáum tónum, fetar varfærna braut frá einum tóni til ann
ars. Naumhyggjuna fann Magnús loks á sínum eigin forsendum. Í fyrr
nefnda verkinu er Cdúrhljómur uppistaða alls, tær og upphafinn, og
aðeins stuttur einleikskafli selestunnar um miðbikið brýtur upp formið
og gefur færi á fjölbreyttari tónarunum. Þessi síðverk Magnúsar eru
sprottin úr samtíma sínum, ekki síður en elektróníkin áður. Einmitt um
sama leyti hafði losnað um tök framúrstefnu og raðtækni í tónlistarlíf
inu og ekki ósennilegt að hann hafi haft einhvern pata af því sem Arvo
Pärt og fleiri voru að sýsla um sama leyti.
Að brjóta flöskur og þess háttar
Dellan svokallaða sem Rögnvaldur Sigurjónsson nefndi í dómi sínum
átti sér ýmsar birtingarmyndir, og upp úr 1960 urðu skilin milli eldri og
yngri kynslóða skarpari en áður hafði verið. Ferskir vindar framúrstefn
unnar bárust ekki síst til landsins með Atla Heimi Sveinssyni sem var í
þann mund að ljúka háskólanámi og setjast að á Íslandi. Atli hafði
stundað tónlistarnám í Reykjavík á unglingsárum, meðal annars sótt
tónsmíðatíma hjá Jóni Nordal um skeið. Þar kynntist hann nýrri tónlist
og vinnubrögðum, samdi stykki í tólftónastíl fyrir fiðlu og píanó og
hlýddi á framúrstefnu miðevrópsku meistaranna af glóðvolgum hljóm
plötum: Zeitmasse eftir Stockhausen og Le marteau sans maître eftir
Boulez, bæði samin 1955. Þetta voru nýstárleg hljóð og vöktu bæði
áhuga og furðu piltsins sem spurði kennara sinn hvaða leið væri best til
að komast til botns í öllu saman. Jón svaraði með yfirvegun: „Það er
bara best að hlusta á þetta aftur og aftur.“25 Að loknu stúdentsprófi hélt
Atli Heimir til Kölnar og sat tíma hjá Stockhausen sjálfum, Gottfried
Michael Koenig og Günther Raphael; hann sótti einnig námskeiðin í