Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 101
R ý n t í r ú s t i r n a r TMM 2010 · 1 101 Hraðsoðin uppflettirit um fréttir og samtímastjórnmál eru þannig að sumu leyti frekar til þess fallin að hvetja til samfélagsumræðu og sjá henni fyrir hráefni til frekari og dýpri unfjöllunar. Eftir því sem lengri tími líður frá hinum dramatísku atburðum má vænta þess að rykið nái að setjast á ný og lesendur megi eiga von á frásögnum sem eru greinandi og útskýrandi, en eiga minna skylt við skýrslugerð. Bækur um samtímastjórnmál eru rækilega komnar á kortið í íslenska útgáfulandslaginu. Eitthvað gott kom þá a.m.k. út úr þessu öllu – þótt Kaupmannahafnarbúar verði að vísu enn um sinn að láta sér nægja eitt óperuhús. Tilvísanir 1 Guðni Elísson: „Vogun vinnur … – Hvar liggja rætur íslensku fjármálakreppunnar?“ Saga, tímarit Sögufélags XLVVII:2, bls. 118. 2 Hér er þó rétt að geta um bækur Magnúsar Kjartanssonar, Átökin um landhelgismálið: hvað gerðist bak við tjöldin frá 1959, og Björns Þorsteinssonar, Tíu þorskastríð 1415–1976, sem út kom árið 1976. Einhverjir kynnu þó að saka Björn um slóttuga sölumennsku, þar sem hann nýtti áhuga landa sinna á nýjustu landhelgisdeilunum til að „pranga inn á þá“ hugðarefni sínu – fisk­ veiðistríðum frá fimmtándu öld. 3 Árið 1987 fetaði blaðamaðurinn Óskar Guðmundsson sig inn á sömu braut með bók sinni Alþýðubandalagið, átakasaga, en öfugt við verk Anders og Hreins, sem fjallaði um alkunn átök innan Sjálfstæðisflokksins, var bók Óskars að miklu leyti óskiljanleg þeim sem ekki voru inn­ vígðir í launhelgar Alþýðubandalagsins og kunnu fyrir skil á áratuga hjaðningavígasögu þess. 4 Mikilvæg undantekning er þó Bræðrabönd Úlfars Þormóðssonar frá árinu 1981 í tveimur bind­ um, sem rakti sögu Frímúrarahreyfingarinnar og birti Frímúraratal við litla hrifningu þessa leynilega félagsskapar. Þar færir Úlfar rök fyrir því að félagsleg tengsl frímúrara ráði miklu varðandi fyrirgreiðslu í stjórnmála­ og viðskiptalífinu. 5 Morgunblaðið, 22. des. 1994, bls. 33. 6 Sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson gagnrýndi t.a.m. hægrisinnaðar forsendur höfundarins í ritdómi um bókina í Sögu, tímariti Sögufélags XLVII:1, bls. 236–240 og það sama gerði Guðni Elísson í 4. hefti TMM 2009. 7 Svipaða sögu má segja um bók Rogers Boyes: Meltdown Iceland: How the Global Financial Crisis Bankrupted an Entire Country. 8 Lesbók Morgunblaðsins, 4. júlí 2009. Í dómi sínum tekur Jón fulldjúpt í árinni með því að segja höfundinn afstöðulausan með öllu. Undir lok bókar sinnar veltir Guðni upp nokkrum mögulegum orsakaþáttum hrunsins, en sú upptalning er fremur eins og eftirávangaveltur en að hún skipti teljandi máli við uppbyggingu verksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.