Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2010 · 1
IV
Atburðarás síðustu sextán mánaða eða svo tengist ekki aðeins ársuppgjörum
og bókhaldsbrellum heldur siðferðilegu hruni. Og það á sér langa sögu. Í
skáldsögu Eiríks birtist þessi þjóðarbrestur í gróteskum lýsingum á neyslu og
lúxuslífi, og almennu áhugaleysi um mál líðandi stundar. Við sjáum hvernig
vefur sinnuleysis og sjálfhverfu er spunninn utan um persónur sem er sama
um allt sem ekki kemst fyrir í skottinu á jeppanum. Þannig verður eitt meg
inviðfangsefni skáldsögunnar sá daunilli svefngengilsháttur þjóðarinnar og
dáðleysi hins ofdekraða, hvínandi ríka Íslendings í aðdraganda hrunsins, og sú
blákalda staðreynd að það voru þessi einkenni – ekki einhver veðrabrigði á
útlenskum mörkuðum – sem gerðu hrunið fyrst mögulegt og svo óumflýjan
legt.
V
Í Gæsku er aðferðum ævintýrsins, allegóríunnar, táknsögunnar og fantasíunn
ar beitt í frásagnarlegum suðupotti svo að útkoman verður fjölradda verk sem
í sífellu virðist vera að segja eitthvað annað en það sem kemur fram á blaðsíð
unni. Þó er textinn sjálfur, mældur í myndlíkingum, stuðlum, textatengslum
og gróteskri líkamningu, frekar en þematískum afstæðum eða persónum af
holdi og blóði, afskaplega nálægur og jafnvel uppáþrengjandi, áhrifaríkur á
beinan hátt. Kannski mætti segja að skáldsagan vegi einmitt salt á mörkunum
milli „mælsku“ sem fagurfræðilegrar einingar innan verksins annars vegar og
boðskapar, pólitísks ásetnings, hins vegar, að því gefnu að áðurnefndar bók
menntagreinar móti fagurfræði textans og ljái honum súrrealískan blæ sem
aftur grefur undan hefðbundnum hugmyndum um „boðskap“ í skáldskap. Það
hversu vel tekst til tengist hæfileika höfundar til að halda þessum þáttum á lofti
á sama tíma, og tengja saman ólík svið.
Ólík svið sögunnar birtast í þeim fjölda tóntegunda, sjónarhorna og vitund
armiðja sem söguhöfundur beitir fyrir sig. Segja má að átakamiðjurnar í
söguheiminum séu upphaflega þrjár og birtast framan af í formi fjölskylduein
inga. Eftir því sem líða tekur á söguna og veruleiki frásagnarinnar ókyrrist –
ekki að frásögnin sé nokkru sinni í hefðbundnum raunsæisfarvegi – sundrast
fjölskyldurnar samhliða því sem krosstengsl myndast milli tiltekinna með
lima, og sjónarhornið flækist nokkuð. En í upphafi kynnist lesandi „týpískum“
Íslendingum í formi kjarnafjölskyldu í úthverfisturni, Freyleifi og Óla Dóra, en
með börnin sín tvö og ástríðufulla þátttöku í neyslukapphlaupinu er óhætt að
segja að þau birti ákveðið „norm“ góðærisins. Hún er aðstoðarkona þing
manns, Millýjar, verðandi forsætisráðherra í kjölfar hrunsins, en fyrst og
fremst lífsnautnadrottning og sjónvarpssjúklingur af guðs náð; hann bygging
ariðnaðarjötunn sem höndlar stór vinnutæki, „140 kíló af hreinum verkalýðs
massa“ (22), sem skilur eiginlega ekkert í konunni sinni en gefur þó iljanudd á
heimsmælikvarða.