Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2010 · 1 IV Atburðarás síðustu sextán mánaða eða svo tengist ekki aðeins ársuppgjörum og bókhaldsbrellum heldur siðferðilegu hruni. Og það á sér langa sögu. Í skáldsögu Eiríks birtist þessi þjóðarbrestur í gróteskum lýsingum á neyslu og lúxuslífi, og almennu áhugaleysi um mál líðandi stundar. Við sjáum hvernig vefur sinnuleysis og sjálfhverfu er spunninn utan um persónur sem er sama um allt sem ekki kemst fyrir í skottinu á jeppanum. Þannig verður eitt meg­ inviðfangsefni skáldsögunnar sá daunilli svefngengilsháttur þjóðarinnar og dáðleysi hins ofdekraða, hvínandi ríka Íslendings í aðdraganda hrunsins, og sú blákalda staðreynd að það voru þessi einkenni – ekki einhver veðrabrigði á útlenskum mörkuðum – sem gerðu hrunið fyrst mögulegt og svo óumflýjan­ legt. V Í Gæsku er aðferðum ævintýrsins, allegóríunnar, táknsögunnar og fantasíunn­ ar beitt í frásagnarlegum suðupotti svo að útkoman verður fjölradda verk sem í sífellu virðist vera að segja eitthvað annað en það sem kemur fram á blaðsíð­ unni. Þó er textinn sjálfur, mældur í myndlíkingum, stuðlum, textatengslum og gróteskri líkamningu, frekar en þematískum afstæðum eða persónum af holdi og blóði, afskaplega nálægur og jafnvel uppáþrengjandi, áhrifaríkur á beinan hátt. Kannski mætti segja að skáldsagan vegi einmitt salt á mörkunum milli „mælsku“ sem fagurfræðilegrar einingar innan verksins annars vegar og boðskapar, pólitísks ásetnings, hins vegar, að því gefnu að áðurnefndar bók­ menntagreinar móti fagurfræði textans og ljái honum súrrealískan blæ sem aftur grefur undan hefðbundnum hugmyndum um „boðskap“ í skáldskap. Það hversu vel tekst til tengist hæfileika höfundar til að halda þessum þáttum á lofti á sama tíma, og tengja saman ólík svið. Ólík svið sögunnar birtast í þeim fjölda tóntegunda, sjónarhorna og vitund­ armiðja sem söguhöfundur beitir fyrir sig. Segja má að átakamiðjurnar í söguheiminum séu upphaflega þrjár og birtast framan af í formi fjölskylduein­ inga. Eftir því sem líða tekur á söguna og veruleiki frásagnarinnar ókyrrist – ekki að frásögnin sé nokkru sinni í hefðbundnum raunsæisfarvegi – sundrast fjölskyldurnar samhliða því sem krosstengsl myndast milli tiltekinna með­ lima, og sjónarhornið flækist nokkuð. En í upphafi kynnist lesandi „týpískum“ Íslendingum í formi kjarnafjölskyldu í úthverfisturni, Freyleifi og Óla Dóra, en með börnin sín tvö og ástríðufulla þátttöku í neyslukapphlaupinu er óhætt að segja að þau birti ákveðið „norm“ góðærisins. Hún er aðstoðarkona þing­ manns, Millýjar, verðandi forsætisráðherra í kjölfar hrunsins, en fyrst og fremst lífsnautnadrottning og sjónvarpssjúklingur af guðs náð; hann bygging­ ariðnaðarjötunn sem höndlar stór vinnutæki, „140 kíló af hreinum verkalýðs­ massa“ (22), sem skilur eiginlega ekkert í konunni sinni en gefur þó iljanudd á heimsmælikvarða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.