Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 107
D a n s i n n í h r u n i TMM 2010 · 1 107 innyfli sín, hjarta sitt og líflausa líkama barnanna sem hún eignaðist aldrei. Sýningin hefði gjarnan mátt taka sér það til fyrirmyndar og hleypa áhorfandanum aðeins nær.“ Frida hafði selst vel fyrirfram og þegar frá leið fóru orð að berast um að sýningin væri hreint ekki eins slæm og gagnrýnendur vildu vera láta, enda var þar margt ágætt, til dæmis leikur og söngur Brynhildar í aðal­ hlutverkinu, tónlist Egils Ólafssonar og listaverk Fridu sem markvisst voru kölluð fram á ýmsan hátt á sviðinu sem Vytautas Narbutas gerði. Öðruvísi var farið með flaggskip Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik­ húsinu, hinn aldna en sígræna Söngvaseið. „Þar sem gleðin tekur völdin“ (Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl. 11.5.09), „Eintóm yndislegheit“ (Jón Viðar Jónsson, DV, 12.5.09), „Stór stjarna og mörg smástirni“ (Páll Baldvin Baldvinsson, Frbl. 11.5.09). Enda var hér ekkert til að ergja sig yfir. Ekki hætt á nein frávik frá hinu kunnuglega hjá Þórhalli Sigurðssyni leik­ stjóra en fagmennskan í fyrirrúmi. Það sem skipti allramestu máli var valið í aðalhlutverkið, hinnar fjölhæfu, fögru og últraskapgóðu Maríu. Hana syngur og leikur Valgerður Guðnadóttir svo vel að erfitt er að ímynda sér að það verði betur gert auk þess sem hún hefur fullkomið útlit í hlutverkið. Gagnrýnendur hlóðu hana líka lofi. „… yndisleg María,“ segir Jón Viðar, „geislandi af lífsgleði, hlýju og þokka.“ „Valgerð­ ur skilaði hlutverkinu með starkri prýði, hún hefur mjög fagra rödd og mikla útgeislun á sviði,“ segir Ingibjörg. Páll Baldvin kemur nokkrum sinnum að Valgerði í sinni umsögn, ævinlega fallega, og endar svona: „Ég ætla að gefa þessari sýningu fjórar stjörnur svo markaðsdeild LR geti slett úr klaufunum: sýningin fær tvær, en Valgerður Guðnadóttir á ein tvær heilar. Hún er ástæðan að fólk getur sótt þessa sýningu og látið hrífast.“ Fólk hefur líka hrifist. Sýningin gengur enn fyrir fullu húsi þegar þetta er skrifað. Annað verk sem mikið var gert úr hjá LR á árinu var Fjölskyldan, nýlegt, margverðlaunað bandarískt leikrit eftir Tracy Letts sem sett var upp á stóra sviðinu og þar sem allt stjörnulið Borgarleikhússins lék undir stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar á enn einu meistarasviði Barkar Jónssonar. Þetta var rosalega flott og vel gert og gaman að horfa á það en skilur einkennilega lítið eftir, kannski út af sápubragðinu. Þarna var tæpt á gríðarlega mörgum vandamálum einnar fjölskyldu, pilluneyslu móðurinnar, óhamingju föðurins og kulnun hans í starfi, einelti, framhjáhaldi og öðrum svikum, pedófílíu og tilfinningakúgun af öllu tagi. Efnið var svo mikið að hefði nægt í alllanga sjónvarpsþáttaröð, og eins og þar gerist gufuðu málin upp hvert af öðru, þau snertu aldrei sárs­ aukastrengi sálarinnar sem þeir voru svo fundvísir á gömlu mennirnir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.