Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 23
S ú l e y n d a á s t
TMM 2010 · 1 23
Njólu að hann var búinn að finna endurminningunum nafn, Á milli
vita. Eftir því sem hann sagði mér við gefið tækifæri sat allt fast við
skrifin strax á upphafssíðu endurminninganna, mér skildist á honum,
að þar hlyti hann að byrja og bókin yrði að vera fullkomlega sannferðug
og óaðfinnanlega stíluð áður en meira yrði gert.
2
Á unglingsárum sínum varð Elías handgenginn sérvitringnum Þórði
Sigtryggssyni sem mikið hefur verið gert úr síðan, einkum fyrir ummæli
Nóbelsskáldsins um Þórð í minningabók og notkun hans á persónu
Þórðar við sköpun Organistans í skáldsögunni Atómstöðinni.
Af skrifuðum orðum Þórðar í bréfi hans að dæma þekkti hann Elías
frá átta ára aldri. Á bernskuárum Elíasar þáði Þórður stundum kaffi í
eldhúsinu hjá ömmu Elíasar eins og ýmsir fleiri. (Þau voru um ársbil
nágrannar við Freyjugötu.) Og Þórður kenndi Elíasi á orgel. Hann var
eftir lát ömmu sinnar, á mörkum bernsku og fullorðinsára, tíðum
gestkomandi hjá Þórði til að hlusta á tónlist af plötum. Þórður bjó lengst
af á Reykjavíkurárum sínum í einu herbergi að Freyjugötu 9 með eld
unaraðstöðu á ganginum og var mikill smekkmaður á klassískar bók
menntir og tónlist. Þennan lærisvein sinn upplýsti hann um hvort
tveggja. Elías sýndi Þórði alla tíð sonarlega rækt og svo er að sjá sem til
finningar þeirra kumpána hvors til annars hafi eingöngu verið af því
tagi framan af ævi Elíasar. Það er að segja, að Þórður hafi verið honum
föðurfyrirmynd fram yfir tvítugt, – ef ekki alla tíð. Um ævi sína alla
mátti Elías aldrei heyra orðinu hallað á Þórð, þótt margra álit væri fyrr
og síðar að „Organistinn“ hafi verið hinn mesti skelmir til orðs og æðis.
Ævisaga Þórðar, sem Elías ritaði upp eftir honum á árunum 1958–64,
eða þar um bil, hefur ekki fengist út gefin til þessa út af stóryrðaflaumi
sem þar vellur upp úr Þórði og Elías skráði eftir honum af fræðimanns
legri nákvæmni og – að því er mér fannst helst við lestur handritsins –af
sonarlegri hlýðni.
Elías var siðavandur fram eftir aldri. Fljótlega eftir lát ömmu sinnar
gekk hann í stúku en hann sagði sig hins vegar formlega úr henni
hálfþrítugur því honum þótti skorta á um lífsreynslu sína eftir því sem
hann sagði í uppsagnarbréfi. Hann fór eigin leiðir í kynlífi sínu eins og
Þórður Sigtryggsson sem dró ekki dul á samkynhneigð sína. Sennilega
hefur tvíkynhneigð Elíasar aldrei háð honum í einkalífinu frá því hann
komst til líkamlegs þroska, hann talaði um hana við hvern sem var af
sama hispursleysi og annað, og þó af háttvíslegri yfirvegun. Hitt er jafn