Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 133
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 1 133
basli, hann lifði í sannkölluðu Fátæktarlandi. Forheimskunarlandið er hins
vegar tvíræðara – jafnt sem grafskrift og bókartitill – en þó má álykta að það
vísi til þeirrar forheimskunar mannkynsins sem tröllreið vestrænni menningu
á tuttugustu öld, annars vegar í formi tveggja heimsstyrjalda og fjöldamenn
ingar í kjölfar þeirra og hins vegar í formi trúarinnar á stór pólitísk hug
myndakerfi. Hér er ekki síst átt við kommúnismann sem margir bundu útóp
íska drauma við en sem reyndist hið versta einræði og ógnvaldur. Síðari bók
Péturs fjallar að miklu leyti um þetta; hugmyndafræði tuttugustu aldarinnar
og átök í íslenskri pólitík og menningarlífi á Íslandi en þetta tvennt var mjög
svo samanslungið, eins og menn vita.10 Í þeirri sögu stíga, eins og áður segir,
ýmsar aðrar persónur fram í miðju frásagnar og Þórbergur þokar – Halldór
Laxness og Ragnar í Smára, en þó sérstaklega Kristinn E. Andrésson og eig
inkona hans Þóra Vigfúsdóttir. Ein skýringin á því hversu fyrirferðarmikil þau
hjón eru í frásögn Péturs er sú að Pétur leitar mikið í dagbækur Þóru Vigfús
dóttur og notar þær til að bregða ljósi á tíðarandann. Dagbækur Þóru og dag
bækur Þórbergs eru, auk verka Þórbergs sjálfs, þær heimildir sem Pétur byggir
einna mest á í síðari bók sinni. Hér er um afar ólíkar dagbækur að ræða því
Þórbergur lýsir aldrei tilfinningalífi sínu í dagbókum, hann færir inn veðurlýs
ingar og heldur skrá yfir vinnu sína og hverja hann hittir yfir daginn, en til
finningar eru fjarverandi. Dagbækur Þóru eru hins vegar, eins og Pétur orðar
það, „ein logandi kvika – ýmist er hún hátt uppi eða langt niðri og hrifnæm
með afbrigðum, hvort sem eru atburðir mannlífs eða fyrirbæri náttúrunnar“
(ÞÞ – í forheimskunarlandi, bls. 123).
Síðari bókin tekur við ári eftir að þeirri fyrri lýkur og fylgir Þórbergi á leið
arenda. Að mestu leyti er frásögn Péturs af ævi Þórbergs því í tímaröð en segja
má að það séu bækur Þórbergs, þ.e. útgáfuröð þeirra, sem eru þær vörður sem
Pétur rekur sig eftir. Þetta gerir það að verkum að Pétur fjallar ekki um bernsku
Þórbergs í upphafi því bernskan kemur aðallega við sögu í síðustu verkum
Þórbergs, Suðursveitarbókunum.
Það einkennir þessar bækur Péturs framar öðru að hér skrifar skapandi höf
undur um annan skapandi höfund; skáld mætir skáldi. Pétur býr frásögn sína
í búning skáldsögunnar fremur en búning sagnfræðirits. Texti Péturs er list
rænn texti og sem slíkur afar vel heppnaður og víða mjög áhrifaríkur, ekki síst
þegar dregur að lokum. Þetta er áreiðanlega ástæða þess hversu góðar mót
tökur bækurnar hafa hlotið hjá lesendum. Þar með er ekki sagt að Pétur sé að
„skálda“ í merkingunni „ljúga“, þvert á móti tel ég að hann leitist við að hafa
„sannleikann“ að leiðarljósi, hann tekur sér ekki skáldaleyfi á sama hátt og
Þórbergur gerði þegar hann hagræddi sannleikanum að vild í bókum sínum.
En Pétur leyfir sér hins vegar að sviðsetja og geta í eyður, þó alltaf með rök
stuðningi. Sem dæmi má taka upphafskafla beggja bókanna. Upphaf þeirrar
fyrri hjómar þannig:
Alveg hefur Þórbergi láðst að greina frá ferðalagi sínu til höfuðstaðarins, eins og
það hlýtur þó að hafa verið minnilegt kennileiti á lífsgöngu hans, þeirri sömu og