Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 28
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n
28 TMM 2010 · 1
né fá það bezta úr öðrum.
Líklega er það minn harmleikur.
Samt sem áður hefur biturleikinn
ekki setzt enn að …“
– – –
Einnig segistu vera orðinn
fullorðinn maður.
– – –
Og í lokin segirðu, drengurinn frá íslenzka þorpinu,
staddur í suðrænni borg á strönd hins bláa hafs:
Sendu mér snjó …
Elías svarar þessari bón í lok ljóðanna, og þar koma saman allir þeir
ómstríðu strengir sem hann hefur þanið á þeim nærfellt hundrað síðum
sem ljóðin spanna:
En ég mun – því miður – ekki geta
sent þér íslenzkan snjó.
Hann þolir ekki breyskjuhita suðursins.
4
Elías lét ekki staðar numið í skrifum sínum um Þórð Sigtryggsson eftir
að Ragnar í Smára hafði gefið út út ritið Samanlagt spott og speki 1960 í
tilefni af sjötugsafmæli Þórðar, sem líkara er blaðaviðtali en sögu, heldur
tók til við að skrifa ævisögu Þórðar í samfelldu máli upp eftir Þórði
sjálfum. Þórður bjó þá á Reykjalundi og kom í heimsóknir til Elíasar á
Birkimelinn með minnisblöð, sat og drakk rjómakaffi, orðinn nokkuð
feitur og stirður til gangs, las upp og dikteraði. Elías vélritaði og hafði
undir kalkipappír, stundum tvær arkir eða fleiri. Bókinni lauk hann
nokkrum dögum áður en Þórður lést.
Vinátta þeirra Guðbergs Bergssonar rithöfundar og Elíasar Marar
hélst órofin alla tíð frá því þeir kynntust 1953 uns Guðbergur fór að taka
þátt í tilraunum Súmara, hóps tilraunalistamanna, í byrjun áttunda
áratugarins. Þá slaknaði enn frekar á þeim tengslum, líklega helst fyrir
það að hin opinbera persóna Guðbergs, sem var orðinn frægur á íslenska
vísu, kom í milli. Ef til vill hefur Guðbergur lesið ævisöguna á árunum
áður en hann skrifaði hina byltingarkenndu skáldsögu sína Tómas
Jónsson. Metsölubók, útgefin 1966. Í ævisögu Þórðar, sem frá hendi höf
undar heitir Mennt er máttur og ber undirtitilinn Tilraunir með dramb