Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 28
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 28 TMM 2010 · 1 né fá það bezta úr öðrum. Líklega er það minn harmleikur. Samt sem áður hefur biturleikinn ekki setzt enn að …“ – – – Einnig segistu vera orðinn fullorðinn maður. – – – Og í lokin segirðu, drengurinn frá íslenzka þorpinu, staddur í suðrænni borg á strönd hins bláa hafs: Sendu mér snjó … Elías svarar þessari bón í lok ljóðanna, og þar koma saman allir þeir ómstríðu strengir sem hann hefur þanið á þeim nærfellt hundrað síðum sem ljóðin spanna: En ég mun – því miður – ekki geta sent þér íslenzkan snjó. Hann þolir ekki breyskjuhita suðursins. 4 Elías lét ekki staðar numið í skrifum sínum um Þórð Sigtryggsson eftir að Ragnar í Smára hafði gefið út út ritið Samanlagt spott og speki 1960 í tilefni af sjötugsafmæli Þórðar, sem líkara er blaðaviðtali en sögu, heldur tók til við að skrifa ævisögu Þórðar í samfelldu máli upp eftir Þórði sjálfum. Þórður bjó þá á Reykjalundi og kom í heimsóknir til Elíasar á Birkimelinn með minnisblöð, sat og drakk rjómakaffi, orðinn nokkuð feitur og stirður til gangs, las upp og dikteraði. Elías vélritaði og hafði undir kalkipappír, stundum tvær arkir eða fleiri. Bókinni lauk hann nokkrum dögum áður en Þórður lést. Vinátta þeirra Guðbergs Bergssonar rithöfundar og Elíasar Marar hélst órofin alla tíð frá því þeir kynntust 1953 uns Guðbergur fór að taka þátt í tilraunum Súmara, hóps tilraunalistamanna, í byrjun áttunda áratugarins. Þá slaknaði enn frekar á þeim tengslum, líklega helst fyrir það að hin opinbera persóna Guðbergs, sem var orðinn frægur á íslenska vísu, kom í milli. Ef til vill hefur Guðbergur lesið ævisöguna á árunum áður en hann skrifaði hina byltingarkenndu skáldsögu sína Tómas Jónsson. Metsölubók, útgefin 1966. Í ævisögu Þórðar, sem frá hendi höf­ undar heitir Mennt er máttur og ber undirtitilinn Tilraunir með dramb
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.