Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 38
Á r n i F i n n s s o n 38 TMM 2010 · 1 iðnríkin skuli ganga á undan með góðu fordæmi, taka forustu um aðgerðir.12 Sum iðnríki hafa farið langt fram úr þeim losunarmörkum sem þeim voru sett í Kyoto­bókuninni og þau undirrituðu öll. Þannig gegndu Bandaríkin forustuhlutverki við samningaborðið í Kyoto og tóku á sig skuldbindingu um að draga úr útstreymi um 7% miðað 1990 en aukn­ ingin er nú 16%. Skuldbinding Kanada, sem fullgilti bókunina, er 6% samdráttur en aukningin er nú 26%. Núverandi skuldbindingar iðnríkja duga hvergi nærri til að unnt verði að ná því lokamarkmiði Rammasamningsins, að … halda styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu innan þeirra marka að komið verði í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Þeim mörkum ætti að ná innan tímamarka sem nægðu til að vistkerfi geti sjálf lagað sig að loftslagsbreytingum til þess að tryggja að matvælaframleiðsla sé ekki í hættu og til að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran hátt.13 Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar14 telur nauðsynlegt að iðnríkin minnki losun sína um 25–40% miðað við 1990 fyrir árið 2020; að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði ekki meiri en 450 ppm (parts per million). Um nauðsyn þessa ríkir nokkuð góð samstaða. Ennfremur ríkir samstaða um að andrúmsloft Jarðar megi ekki hlýna um meira en 2 gráður á Celsíus að meðaltali miðað við fyrir iðnbyltingu og er það viðmið tíundað í Kaupmanna­ hafnar­samkomulaginu frá 18. desember. Á hinn bóginn er lítil sam­ staða um hver eigi að gera hvað eða hvenær. Þannig kom fram í lok ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn að miðað við þau samningstilboð sem aðildarríkin höfðu þá kynnt myndi meðalhitastig andrúmsloftsins hækka um 3 gráður á Celsíus að meðaltali. Þá er miðað við „… styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu …“ sem nemur 550 ppm eða meira.15 Hin vísindalegu rök að baki 2 gráðu markmiðinu voru viðurkennd í yfirlýsingu leiðtogafundar G8­ríkjanna sem haldinn var í L’Aquila á Ítalíu 9. nóvember 2009.16 Viðbúið var að svo yrði einnig í Kaupmanna­ höfn. Jafn og réttlátur aðgangur að andrúmslofti Jarðar Fyrir þróunarríkin eru afleiðingar loftslagsbreytinga tvenns konar: Í fyrsta lagi geta þau ekki nýtt sér ódýra og mengandi orku til að iðnvæð­ ast. Í öðru lagi munu mörg hinna fátækari ríkja þriðja heimsins verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.