Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 98
S t e fá n Pá l s s o n
98 TMM 2010 · 1
grundvallar, en hún er þó fyrir hendi.6 Það sem bókin hefur umfram
nær allar þær bækur sem telja má til hrunsbóka er einhvers konar kenn
ing – líkan með orsakaskýringum og viðurkenningu á mikilvægi hug
myndafræði.
Hér skiptir ritunartími bókarinnar væntanlega höfuðmáli. Guð
mundur skrifar bók sína meðan allt er með tiltölulega kyrrum kjörum í
efnahags og stjórnmálalífinu. Það er því ekki að undra þótt hann sjái
eða telji sig sjá hina stóru drætti í skipulagi hlutanna. Aðrir höfundar
skrifa hins vegar bækur sínar í óreiðunni miðri og eru í vonlítilli stöðu
til að greina á milli aðal og aukaatriða.
Ekki bend᾿á mig!
Bók Ásgeirs Jónssonar, Why Iceland?, sker sig raunar nokkuð úr 2009
bókunum í þessu efni. Eins og Guðni Elísson bendir á í Sögugrein sinni
um leit manna að rótum bankahrunsins, leggur Ásgeir upp með skýr
ingarlíkan sem felur í sér að útrásarævintýrinu er skipt upp í tímaskeið,
þar sem vaxtartímabilið er talið einkennast af þrótti og færni þátttak
endanna og að fall kerfisins hafi orðið vegna rangra ákvarðana á seinni
stigum og það því ekki borið í sér feigðina frá upphafi.
Íslendingar munu þó fæstir hafa mikið gagn af bók Ásgeirs, enda er
hún skrifuð fyrir erlenda lesendur og verður því of almenn og eyðir of
miklu rými í að rekja bakgrunnsupplýsingar fyrir ókunnuga.7
Hvað fræðileg vinnubrögð áhrærir eru hrunsbækur ákaflega ólíkar
innbyrðis. Íslenska efnahagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur
eftir Jón Thoroddsen var einna fyrst í hillur verslana, sem virðist raunar
hafa verið meginmarkmiðið með útgáfunni. Í henni er t.d. ekki einu
sinni að finna heimildaskrá. Á hinum endanum er svo Hrunið, bók
sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, sem er faglega unnið verk
með óhemjumörgum heimildum ef hinn skammi ritunartími er hafður
í huga.
Hrunið er greinargóð skýrsla. Hún hefur að geyma nákvæmlega tíma
sett yfirlit yfir röð atburða þá daga og vikur þegar mest gekk á. Sjón
varpsþáttaröð sem unnin var upp úr bókinni reyndist enda helst minna
á fréttaannál Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Búast má við að Hrunið
verði um langa framtíð notað sem aðgengileg handbók um atburðarásina
í bankahruninu. Sem slíkrar geta áhrif hennar til lengri tíma reynst all
nokkur. Hins vegar má nánast undrum sæta að höfundurinn hafi getað
ráðist í svo viðamikla rannsókn en stillt sig svo um taka afstöðu til nær
allra helstu álitamála varðandi viðfangsefnið.