Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 98
S t e fá n Pá l s s o n 98 TMM 2010 · 1 grundvallar, en hún er þó fyrir hendi.6 Það sem bókin hefur umfram nær allar þær bækur sem telja má til hrunsbóka er einhvers konar kenn­ ing – líkan með orsakaskýringum og viðurkenningu á mikilvægi hug­ myndafræði. Hér skiptir ritunartími bókarinnar væntanlega höfuðmáli. Guð­ mundur skrifar bók sína meðan allt er með tiltölulega kyrrum kjörum í efnahags­ og stjórnmálalífinu. Það er því ekki að undra þótt hann sjái eða telji sig sjá hina stóru drætti í skipulagi hlutanna. Aðrir höfundar skrifa hins vegar bækur sínar í óreiðunni miðri og eru í vonlítilli stöðu til að greina á milli aðal­ og aukaatriða. Ekki bend᾿á mig! Bók Ásgeirs Jónssonar, Why Iceland?, sker sig raunar nokkuð úr 2009­ bókunum í þessu efni. Eins og Guðni Elísson bendir á í Sögu­grein sinni um leit manna að rótum bankahrunsins, leggur Ásgeir upp með skýr­ ingarlíkan sem felur í sér að útrásarævintýrinu er skipt upp í tímaskeið, þar sem vaxtartímabilið er talið einkennast af þrótti og færni þátttak­ endanna og að fall kerfisins hafi orðið vegna rangra ákvarðana á seinni stigum og það því ekki borið í sér feigðina frá upphafi. Íslendingar munu þó fæstir hafa mikið gagn af bók Ásgeirs, enda er hún skrifuð fyrir erlenda lesendur og verður því of almenn og eyðir of miklu rými í að rekja bakgrunnsupplýsingar fyrir ókunnuga.7 Hvað fræðileg vinnubrögð áhrærir eru hrunsbækur ákaflega ólíkar innbyrðis. Íslenska efnahagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur eftir Jón Thoroddsen var einna fyrst í hillur verslana, sem virðist raunar hafa verið meginmarkmiðið með útgáfunni. Í henni er t.d. ekki einu sinni að finna heimildaskrá. Á hinum endanum er svo Hrunið, bók sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, sem er faglega unnið verk með óhemjumörgum heimildum ef hinn skammi ritunartími er hafður í huga. Hrunið er greinargóð skýrsla. Hún hefur að geyma nákvæmlega tíma­ sett yfirlit yfir röð atburða þá daga og vikur þegar mest gekk á. Sjón­ varpsþáttaröð sem unnin var upp úr bókinni reyndist enda helst minna á fréttaannál Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Búast má við að Hrunið verði um langa framtíð notað sem aðgengileg handbók um atburðarásina í bankahruninu. Sem slíkrar geta áhrif hennar til lengri tíma reynst all­ nokkur. Hins vegar má nánast undrum sæta að höfundurinn hafi getað ráðist í svo viðamikla rannsókn en stillt sig svo um taka afstöðu til nær allra helstu álitamála varðandi viðfangsefnið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.