Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 29
S ú l e y n d a á s t TMM 2010 · 1 29 og hroka, er fantasíukenndur kafli um för til himnaríkis. Samskonar himnaríkislýsing er í bók Guðbergs, Ástum samlyndra hjóna frá árinu 1967, sem Gunnar Benediktsson, gleymdur maður, sagði á prenti að væri afskurðargeirar frá Tómasi Jónssyni. Ég bendi á líkindin þeim sem vill leita að áhrifum frá Þórði á Guðberg. Úr Quinquannium: – – – Þremur dögum síðar ákvað ég að kynna þig fyrir kaldhæðna öldungnum Þórði, sem lífið hafði gert miskunnarlausan. Við fórum heim til hans. Og það féll ekki vel á með ykkur […] – – – Þér fannst hann vera fífl … Ég bendi á það rannsóknarefni hvort Tómas Jónsson samnefndrar skáldsögu sé ekki Þórður í því ljósi. Í þjóðfélagi þar sem valinkunnir heiðursmenn af báðum kynjum í opinberum embættum eru samkynhneigðir svo að á allra vitorði er, þar með talinn sjálfur forsætisráðherrann, þarf varla að pukrast með höf­ undaævir eða bókmenntaverk þótt kunni að vitna um slíkt. Bréf sýna að Laxness hefði vel getað leiðst yfir mörkin á klausturstímabilinu og í framhaldi af því í jesúítaskólanum í London 1922–24. Kynferðismál í bókum hans hefðu fyrir löngu átt að vera orðin ein sér umfjöllunarefni bókmenntafræðings, jafnvel sérfræðings í sállækningum. Siðferðislegir dómar eiga hér ekki við, ekki fyrr en vitnisburðurinn er um líkindi á lögbroti, enda fjölmenna Íslendingar í litríkar skrúðgöngur og á útihá­ tíðir Gay Pride. Enginn vafi er á því að menn fæðast með missterkar hneigðir til eigin kyns. Við tekur uppeldi fjölskyldu og þjóðfélags sem styrkir þann gagn­ kynhneigða í kynhlutverki sínu, en veldur mótsagnakenndu hugar­ ástandi með þeim samkynhneigða uns hans kemur út úr skápnum og krefst tilveruréttar eins og hver annar maður. Í dag eru starfandi samtök sem styðja hann í þeim kröfum, Samtökin ’78. Á síðasta áratug ævinnar var Elías Mar orðin kunnur fyrir hispusleysi í umræðum um hags­ munamál Samtakanna. Til hans var leitað um fróðleik úr fortíðinni um þetta efni og annan stuðning við málefni samkynhneigðra. Hann hafði þá löngu náð að færa þær umræður í búning gamanseminnar sem ein­ kenndi hann. Hinn hádramatíski stíll sem einkennir ljóðaflokkinn með einkennilega nafninu verður að teljast tilraun til að finna málefni, sem var mikilverður þáttur í lífi höfundarins, viðsættanlegan frágang. Til eru nokkrar óbirtar sögur eftir Elías þar sem tekið er á málefnum sam­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.