Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 122
Á d r e p u r 122 TMM 2010 · 1 traust okkar og virðingu og krefst alúðar og einbeitingar samstilltra handa. Öðruvísi verður það ekki byggt. Að byggja safn sem er uppeldisstofnun þjóðar má líkja við hollt ástarsam­ band. Það á að bera vott um djúpa virðingu fyrir náttúru landsins en einnig kærleika til íbúa landsins um langa framtíð; ekki aðeins Íslendinga eða þess alþjóðasamfélags sem hér gistir – heldur til lífsins með öllum sínum stórkost­ legu undrum og ævintýrum. Slíkt safn er ekki bara minjar heldur líf, hug­ myndir, snilld mannshugans, glíman við fræði og fræðslu. Íslandssafn er safnið sem vitnar um þjóðina sem býr í landinu, þjóðina sem virðir og ann íslenskri náttúru og Móður Jörð. Íslandssafn er vitnisburður um það hver við erum og hve mikils við metum landið sem verður ávallt land þeirra sem það skulu erfa en einnig okkar, vegna þess að við erum líka Ísland, andlega, lík­ amlega og fyrir flest okkar, endanlega. Líkami okkar er samsettur úr atómum sem koma úr þessu landi, úr loftinu sem hér er og úr jörðinni sem andar frá sér efnum – að ógleymdu vatninu sem hér flæðir – og allt mun það skila sér aftur til lands, lofts og sjávar. Íslandssafn er anddyrið að því að skynja hina stóru mynd um Ísland og umheiminn og er í senn fræðasafn, þ.e. rannsóknasafn, og fræðslusafn, skýrt afmörkuð söfn. Hlutverk beggja er að ala upp þjóð og efla nýjan skilning á dýr­ mæti þess lands sem okkur er trúað fyrir. Og þegar inn í fræðslusafnið er komið eigum við að fá skýrari mynd af Íslandi og vistkerfum þess; af Jörðinni, bústað mannsins, heimi vatns og lífs. Einmitt þar eigum við að fá haldgóða mynd um Jörðina, kerfi hennar og sögu lífsins og hvernig við getum lært að búa með henni. Þá fyrst öðlumst við vonandi þá menntun sem allir þrá, hug­ ljómun sem gerir hönnuð að skáldi og verkfræðing að vistfræðingi og þjóð að betri þegnum á Jörðu. Látum nú loks til skarar skríða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.