Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 122
Á d r e p u r
122 TMM 2010 · 1
traust okkar og virðingu og krefst alúðar og einbeitingar samstilltra handa.
Öðruvísi verður það ekki byggt.
Að byggja safn sem er uppeldisstofnun þjóðar má líkja við hollt ástarsam
band. Það á að bera vott um djúpa virðingu fyrir náttúru landsins en einnig
kærleika til íbúa landsins um langa framtíð; ekki aðeins Íslendinga eða þess
alþjóðasamfélags sem hér gistir – heldur til lífsins með öllum sínum stórkost
legu undrum og ævintýrum. Slíkt safn er ekki bara minjar heldur líf, hug
myndir, snilld mannshugans, glíman við fræði og fræðslu. Íslandssafn er
safnið sem vitnar um þjóðina sem býr í landinu, þjóðina sem virðir og ann
íslenskri náttúru og Móður Jörð. Íslandssafn er vitnisburður um það hver við
erum og hve mikils við metum landið sem verður ávallt land þeirra sem það
skulu erfa en einnig okkar, vegna þess að við erum líka Ísland, andlega, lík
amlega og fyrir flest okkar, endanlega. Líkami okkar er samsettur úr atómum
sem koma úr þessu landi, úr loftinu sem hér er og úr jörðinni sem andar frá sér
efnum – að ógleymdu vatninu sem hér flæðir – og allt mun það skila sér aftur
til lands, lofts og sjávar.
Íslandssafn er anddyrið að því að skynja hina stóru mynd um Ísland og
umheiminn og er í senn fræðasafn, þ.e. rannsóknasafn, og fræðslusafn, skýrt
afmörkuð söfn. Hlutverk beggja er að ala upp þjóð og efla nýjan skilning á dýr
mæti þess lands sem okkur er trúað fyrir. Og þegar inn í fræðslusafnið er
komið eigum við að fá skýrari mynd af Íslandi og vistkerfum þess; af Jörðinni,
bústað mannsins, heimi vatns og lífs. Einmitt þar eigum við að fá haldgóða
mynd um Jörðina, kerfi hennar og sögu lífsins og hvernig við getum lært að
búa með henni. Þá fyrst öðlumst við vonandi þá menntun sem allir þrá, hug
ljómun sem gerir hönnuð að skáldi og verkfræðing að vistfræðingi og þjóð að
betri þegnum á Jörðu.
Látum nú loks til skarar skríða!