Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 90
J ó n a s K n ú t s s o n 90 TMM 2010 · 1 Er The Paris Review með pólitíska slagsíðu? Nei. The Paris Review er ekki pólitískt. Við birtum sögur þar sem pólitísk skilyrði setja sterkan svip á aðstæður og örlög sögupersónanna en engin slagsíða er í þessu, engin ritstjórnarstefna sem leggur pólitískar línur þann daginn og við birtum ekki pistla þar sem menn viðra skoð­ anir sínar eða hugleiðingar um menningarmál eða heimildagreinar. Er útgáfan arðbær? Nei. The Paris Review hefur aldrei nokkurn tímann borið arð. Lengst af í hálfrar aldar útgáfusögu þess var tímaritið rekið með halla, með liltu tapi þó. Á ofanverðum tíunda áratugnum var afráðið að reka blaðið ekki í gróðaskyni. Þetta þýðir að velgerðarmenn okkar fá skattaafslátt styrki þeir okkur. Frá bæjardyrum ritstjórans þýðir þetta að við þurfum ekki að semja okkur að kröfum markaðstorgsins – við stöndum og föllum með leit okkar að því besta sem bókmenntirnar hafa upp á að bjóða. Hvernig færðu alla þessa heimsfrægu rithöfunda til liðs við þig? Við leggjum allt kapp á að finna bestu ritsmíðarnar eftir höfunda sem enginn þekkir haus né sporð á. Höfundar sem getið hafa sér góðan orðs­ tír og eru á allra vörum leita til okkar af því við erum eitt fárra tímarita sem birta ritsmíðar einvörðungu eftir verðleikum þeirra sem bók­ mennta, og að auki gefum við út efni eftir alla þessa ungu höfunda. Rétt eins og ungum höfundi er kappsmál að vera í slagtogi með meisturun­ um er spennandi fyrir meistarana að út komi efni eftir sig í tímaritum sem eru kvik af nýjum röddum. Að standa undir nafni Hefurðu nokkurn tímann fúlsað við ritsmíð frá heimsfrægum höfundi? Vitskuld. Það gerum við í hverri viku. Tímarit sem gæfi út ritsmíð af því tilefni einu að frægt nafn er skrifað fyrir henni, burtséð frá gæðum eða því hvort þessi ritsmíð á þar heima, væri þunnur þrettándi, og ekki nokkur lifandi maður fengist til að lesa slíkt tímarit, hvað þá leggja nafn sitt við það. Ætlunin er að koma til móts við lesendur okkar og höfunda. Það þýðir að við birtum bara ritsmíðar sem við dáumst að og laða fram sterk viðbrögð hjá okkur. Þetta kann að þýða að gerðar séu jafnvel meiri kröfur til frægra höfunda. Berst ykkur nokkurn tímann efni frá fólki sem hneigist til ritstarfa en er frægt fyrir eitthvað allt annað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.