Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 54
S i g r í ð u r K . Þ o r g r í m s d ó t t i r f r á G a r ð i 54 TMM 2010 · 1 Oft var það þannig fyrr á tímum að karlar vildu ekki að eiginkon­ urnar gerðu annað en að sinna heimilinu og þeim sjálfum. Þannig var pabbi minn ekki. Hann stóð ekki í vegi fyrir því að mamma gæti sinnt hugðarefnum sínum, að öðru leyti en því að hann harðneitaði að flytja úr Garði. Hann var stoltur af konunni sinni og skáldverkum hennar. Hún las handritin fyrir hann og þau áttu andlegt samfélag. En sjálfur var hann dæmigerður íslenskur bóndi sem þrælaði myrkranna á milli og hafði ekkert svigrúm til að koma til móts við mömmu svo hún gæti skrifað. Reyndar vissi hann ekkert um þessa skriftarfíkn hennar þegar þau tóku saman, eins og mamma spaugar með í bréfi til ömmu: Mér hefir stundum dottið í hug, að Starra finnist hann hafa keypt köttinn í sekknum, þegar hann komst að því hvaða furðufugli hann hafði glæpst á, þegar hann ætlaði að velja sér bóndakonu … (1966) Hér hefur ef til vill verið dregin fram fremur dökk mynd af ævi skáld­ konunnar í Garði. Annað er eiginlega erfitt þegar bréfin sem hún skrif­ ar móður sinni frá því hún kemur í Garð og þar til 1972 eru lesin. En þó ég þekki að sumu leyti aftur þessa konu sem býr við kröpp kjör og er oft í örvæntingu yfir örlögum sínum, þá er það bara ein hliðin á henni. Hún átti líka til létta lund og ríka kímnigáfu. Sú hlið sást kannski betur þegar lífskjörin urðu léttari síðar á ævinni. Hefði Jakobína Sigurðardóttir skrifað bækur eins og hún gerði ef örlög hennar hefðu orðið önnur? Ef hún hefði átt auðveldari ævi þar sem hún gat sinnt skriftum að vild? Ef hún hefði ekki verið fátæk alþýðukona sem þurfti að berjast fyrir tilveru sinni og sinna? Ég er ekkert viss um það. Hún skrifaði fyrir alþýðuna og um alþýðuna, hún skrifaði um konur fyrir konur. Það var hennar hugsjón. Og þrátt fyrir að hafa þurft að handskrifa fyrstu bækurnar við olíuljós seint á kvöldin eða á nóttum, þrátt fyrir að hafa orðið að hliðra til með skriftirnar vegna anna heim­ ilisins og hafa aldrei notað nýtískulegra tæki við skriftirnar en ritvélina sína sem ekki gekk fyrir rafmagni, aldrei eignast eigið afdrep til skrifta, þægilegan skrifborðsstól eða annað til að létta sér ritstörfin – þá skrifaði hún samt. Hún skrifaði þrjú smásagnasöfn, fjórar skáldsögur, ævintýra­ söguna sína og ljóðabókina. Og síðast en ekki síst, og kannski lýsir það þessari ríku þörf listamannsins hvað best – þá handskrifaði hún síðasta handritið sitt dauðveik af krabbameini. Síðasta bókin hennar, Í barn- dómi, kom út árið 1994, sama ár og hún lést. Bókin sú finnst mér sjálfri svo falleg að ekki sé hægt að gera betur, þótt eflaust séu einhverjir mér ósammála. Mér finnst í rauninni alveg ótrúlegt hve miklu hún kom í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.