Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 55
S n a r a n
TMM 2010 · 1 55
verk – þrátt fyrir allt. Og þótt aðstæður til skrifta væru kannski ekki
góðar, þá gat hún þó hugsað við húsverkin, eins og hún sagði oft sjálf.
Hún var árum saman með bók í huganum, áður en kom að sjálfum
skriftunum. Hún vildi ekki láta frá sér neitt sem hún var ekki ánægð
með sjálf.
Snaran er merkileg bók á margan hátt. Hún er tilraun með form og
stíl og efni hennar er furðulega tímalaust, þótt það vísi á vissan hátt til
ritunartímans. Ég hef heyrt því fleygt að efni hennar eigi einmitt erindi
við okkur í dag, af ýmsum ástæðum. Og eftir að hafa lesið hana á ný (í
nýju útgáfunni), þá held ég að ég sé því sammála. Í framhaldi af því vil
ég ljúka þessari grein á orðum ágætrar ungrar konu úr Mývatnssveit
inni, sem nú er að skrifa lokaritgerð sína í bókmenntum, um verk Jak
obínu. Hún heitir Ásta Kristín Benediktsdóttir og birti þessa færslu á
bloggsíðu sem nokkrar konur halda úti til að skrifa af hjartans lyst um
bókmenntir. En þar segir Ásta Kristín: „Einmitt vegna þess hve mann
lýsingin í Snörunni er einstaklega vel unnin er bókin ekki bara framtíð
arsaga eða ádeila sem á við ákveðinn sögulegan tíma heldur á hún alltaf
við, ekki síst nú.“
Heimildir
Bréf Jakobínu Sigurðardóttur til móður hennar, Stefaníu Guðnadóttur, einkabréfasafn í vörslu
greinarhöfundar. Bréf á árunum 1949–1970.
Ásta Kristín Benediktsdóttir, „Snaran – tímalaus snilld“, bloggsíðan Druslubækur og doðrantar,
http://bokvit.blogspot.com
Sigrún P. Blöndal, „Uppeldismál. Hinn þröngi hringur. Ræða flutt við skólaslit Húsmæðraskól
ans á Hallormsstað 30. apríl 1937“, Hlín 21 (1937), bls. 59.