Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 53
S n a r a n
TMM 2010 · 1 53
kommúnisma framan af 20. öldinni, þá ætti sá hinn sami að kynna sér
vandlega lífskjör almennings á þeim sama tíma og þá misskiptingu sem
þá viðgekkst, bæði stétt og kynbundna.
Nútímafólk kann að halda að það hljóti að hafa verið nóg svigrúm til
skrifta fyrir heimavinnandi húsmóður með fjögur börn – en þá gleymist
að reikna með því hvernig vinnunni var háttað, ekki síst fyrir daga raf
magnsins. Rafmagnið kom ekki heim til mín fyrr en á fyrri hluta sjö
unda áratugarins. Heimilisstörfin voru margfalt erfiðari og tímafrekari.
Og mamma þurfti líka að sinna mjöltum kvölds og morgna og að sjálf
sögðu án mjaltavéla. Þvottar voru handþvegnir. Sjálfri finnst mér ég
komin aftan úr grárri forneskju þegar ég hugsa um þetta. Mamma átti
framan af enga ritvél og handskrifaði öll sín handrit og það við týru
olíulampans, því skriftirnar þurftu að mæta afgangi á eftir húsverkun
um og barnastússinu. Börnin voru oft óþæg að sofna á kvöldin og öll
hírðumst við í einni ofurlítilli herbergiskytru. Mamma hafði ekki annað
húsnæði árum saman, í þessu eina herbergi þar sem börnunum fjölgaði
úr einu í fjögur skrifaði hún fyrstu bækurnar sínar. Hún kom frá
Reykjavík og var orðin vön aðgangi að blöðum, bókum og menningarlífi
höfuðstaðarins. Í Garði var hún nánast eins og sambandslaus við
umheiminn, enda aðstæður þannig að hún var föst innan fjögurra
veggja heimilisins, í þessum „þrönga hring“ sem Sigrún P. Blöndal
skólastýra á Hallormsstað lýsti sem hinum æðsta sælustað konunnar í
ræðu árið 1937. Mömmu fannst þó eitthvað vanta á sæluna, ef marka má
lýsingu hennar í bréfi til ömmu árið 1962, sama árið og rafmagnið kom
loksins:
Það er nú það aumasta líf, sem ég get hugsað mér, líkast því að vera kviksettur
… ég sé ekki bækur, nema eins og af tilviljun, útvarp höfum við ekki haft síðan
gamla tækið bilaði í fyrra og fólk hitti ég ekki, því ég fer ekki út af heimili. Er þá
hægt að vera öllu dauðari? Enda er ég ekki orðin öllu gáfaðri en kýrnar, sem ég
mjólka. Þær rása þó út í hagann sumartímann en ég hringsnýst á eldhúsgólfi og
búrgólfi allan ársins hring, náttúrlega má ég ekki gleyma náð þvottahússins, þar
sem ég slít út úr seinustu líkamskröftunum hálfsmánaðarlega og botna ekkert
í því að ég, sem ævinlega hafði þá mestu ánægju af að þvo þvotta, er nú orðin
alónýt við þann starfa. Og það versta af öllu er að ég hef ekki einu sinni dug til
þess að láta mér gremjast þessa sóun á lífsorku minni heldur dreg ég mitt hlass
eins og augnalaus kolaklár. (1962)
En hins vegar voru aðstæður orðnar allt aðrar um það leyti sem Snaran
var skrifuð, rafmagnið komið, ömmubróðir minn hafði gefið mömmu
ritvélina sem hún notaði æ síðan og byggt hafði verið ofan á húsið svo
það fór ólíkt betur um fjölskylduna.