Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 11
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n TMM 2010 · 1 11 hyggjuhagfræðingnum Arthur Laffer í Þjóðmenningarhúsinu í nóvem­ ber 2007. Laffer, sem er mikill talsmaður skattalækkana, sagði árangur Íslendinga í efnahagsmálum vera framúrskarandi og ætti landið að vera fyrirmynd annarra.14 Þegar slíkir menn tala hlusta hægrimenn og framá menn í Sjálfstæðisflokknum trúðu því í einlægni að þeir hefðu skapað hér efnahagslegt undraverk sem stæði styrkum fótum eftir 17 ára valdatíð þeirra. Og við hin höfðum ekki sjálfstraust til að draga það í efa. Þessi tilraun, sem nefnd hefur verið íslenska efnahagsundrið, fólst í því að þenja getu hagkerfisins til hins ýtrasta, auka veltuna í samfélaginu og láta einskis ófreistað til að skapa auðsáhrif hjá opinberum aðilum, fyrirtækjum og almenningi sem voru langt umfram þann raunverulega auð sem skapaður var í landinu. Afleiðingin var gengisbóla, hlutabréfa­ bóla og fasteignabóla sem allar hafa nú sprungið. Þessi tilraun byggðist á hugmyndinni um hinn sigursæla og óhefta kapítalisma sem sæi um sig sjálfur ef hann fengi að vera óáreittur en fífldirfskan í framkvæmdinni hér á landi helgaðist af mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi pólitísk völd tiltekinna aðila. Má segja að kosningarnar 2003 hafi markað þar ákveðin tímamót. Sjálfstæðisflokkurinn átti þá mjög í vök að verjast og ákvað að leggja allt undir til að tryggja sér áframhaldandi stjórnarsetu. Í stað þess að boða aukið aðhald vegna áforma um miklar orku­ og stóriðjuframkvæmdir var lofað gulli og grænum skógum. Aukið framboð á húsnæðislánum, skattalækkanir, miklar orku­ og stóriðjuframkvæmdir, einkavæðing, mikið innstreymi fjármagns og sterkt gengi krónunnar – allt átti þetta sinn þátt í því að halda uppi kaupgetu almennings og ala á þeirri tilfinn­ ingu að nú væri góðæri sem aldrei fyrr. Veruleg tekjuaukning ríkisins af einkavæðingu og veltusköttum stóð undir útgjaldaaukningu ríkisins sem jók stöðugt umsvif sín. VI. Kosningarnar 2007 Allt var þetta gagnrýnt bæði í hagfræðilegri og pólitískri umræðu á fyrstu árum þessarar aldar en þótti heldur neikvætt og féll í grýtta jörð. Gagnrýnin var líka heldur hjáróma andspænis öllum þeim tölum sem sönnuðu þá staðreynd að þjóðin hafði aldrei haft úr jafnmiklu að spila.15 Mantran um góðæri og stöðugleika átti mun greiðari aðgang að hlust­ um fjölmiðla og almennings en gagnrýni og tal um váboða. Kaupgetan hafði aldrei verið meiri og bæði innflutningur og fjárfesting jókst til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.