Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 134
D ó m a r u m b æ k u r
134 TMM 2010 · 1
hann hefur gert svo margháttuð skil. Ef að líkum lætur hefur hann tekið sér fari
með strandferðaskipinu Hólum frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. Þetta var árið
1906 og hann er á átjánda árinu. Sömuleiðis hefur hann látið undir höfuð leggjast að
segja okkur frá því hvernig höfuðstaðurinn kom honum fyrir sjónir þegar hann að
lokinni nætursiglingu sá hann vaxa fram í morgunskímunni. (ÞÞ – í fátæktarlandi,
bls. 7.)11
En nægar heimildir eru til fyrir því hvernig Reykjavík leit út á þessum tíma og
Pétur leitar til þeirra sem og í dagblöð frá sama tíma þegar hann sviðsetur
komu Þórbergs til borgarinnar og fylgir honum í hús hjá Runólfi Guðmunds
syni á Vitastíg 9 – en þar hafði Þórbergur vist fyrstu ár sín í Reykjavík. Aðal
heimildir Péturs um fyrstu ár Þórbergs í Reykjavík eru hins vegar, að sjálf
sögðu, Íslenzkur aðall og Ofvitinn, ásamt dagbókum Þórbergs og öðrum eftir
látnum skrifum hans. Líka bréf til og frá Þórbergi og öðrum og reyndar notar
Pétur einnig dagbók afa síns, Þorgeirs Guðjónssonar, sem var verkamaður í
Reykjavík og samtímamaður Þórbergs. Hann lætur með öðrum orðum ólíka
texta kallast á og rýnir í atvik hversdagsins til að bregða ljósi á liðinn tíma, rétt
eins og gert er í einsögurannsóknum sagnfræðinnar. Þá leitar hann í ýmis
sagnfræðirit og bækur af öðrum toga. Hann vinnur sem sagt að miklu leyti
eins og fræðimaður en það er skáldið sem stýrir pennanum: „Hann situr á
rauðu kofforti og hugsanirnar sitja fastar í pækli sljóleikans. Hann hefur verið
að vinna við kolaburð frá því hálf sex í morgun, smágerður kolasallinn nær
smám saman inn að hörundinu og þegar heim kemur um kvöldið er hann
útlits eins og svertingi.“ (ÞÞ – í fátæktarlandi, bls. 13.)
Upphaf síðari bókarinnar hljóðar svona:
„Skemmtilegur dagur“, „Yndislegt kvöld“ eru tíðar færslur í dagbók Þórbergs þessa
hásumardaga árið 1934 og ekki laust við að Stokkhólmur birtist honum nú í öðru
ljósi en fyrir sjö árum þegar hann hálfpartinn hraktist hingað eftir ofsóknirnar út af
Bréfi til Láru. Þá var vetur og kalt úti sem inni. Nú er sumar og sól í sinni. Hafflöt
urinn sendir geisla í allar áttir eins og ofvirkur Amor. Eiginkonan Margrét liggur á
grúfu og bogar af henni svitinn í hvítum taumum eftir að Þórbergur hefur lokið við
að bera á hana úr bláum Niveakremsbuðk. Hið innranjarðvíska hold hennar er svo
fljótt að verða brúnt en hinn austskaftfellski Þórbergur tekur á sig æ laxableikari lit.
(ÞÞ – í forheimskunarlandi, bls. 9.)
Hér segir frá „baðstrandarferð sem var einn liður á vegum 26. alþjóðaþings
esperantista sem haldið var í Stokkhólmi dagana 4. til 11. ágúst“ 1934. Fyrir því
má færa sönnur í dagbókum Þórbergs og ef til vill víðar, en kannski ekki fyrir
því að Þórbergur hafi borið Níveakrem á konu sínu, eins og þarna er lýst. En
þetta lýsir ágætlega aðferð Péturs sem hefur, ekki síður en Þórbergur, góðan
húmor sem víða setur svip sinn á textann.
Annað dæmi og ólíkt um vinnulag Péturs mætti taka af lýsingu hans á Mar
gréti Jónsdóttur, eiginkonu Þórbergs. Um Margréti hafa gengið manna á meðal
margar sögur og flestar ófagrar. Ef marka má þær allar hefur hún verið skass í
yfirstærð, persóna sem jafnast helst á við skessur þær sem sagt er frá í þjóðsög