Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2010 · 1 hann hefur gert svo margháttuð skil. Ef að líkum lætur hefur hann tekið sér fari með strandferðaskipinu Hólum frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. Þetta var árið 1906 og hann er á átjánda árinu. Sömuleiðis hefur hann látið undir höfuð leggjast að segja okkur frá því hvernig höfuðstaðurinn kom honum fyrir sjónir þegar hann að lokinni nætursiglingu sá hann vaxa fram í morgunskímunni. (ÞÞ – í fátæktarlandi, bls. 7.)11 En nægar heimildir eru til fyrir því hvernig Reykjavík leit út á þessum tíma og Pétur leitar til þeirra sem og í dagblöð frá sama tíma þegar hann sviðsetur komu Þórbergs til borgarinnar og fylgir honum í hús hjá Runólfi Guðmunds­ syni á Vitastíg 9 – en þar hafði Þórbergur vist fyrstu ár sín í Reykjavík. Aðal­ heimildir Péturs um fyrstu ár Þórbergs í Reykjavík eru hins vegar, að sjálf­ sögðu, Íslenzkur aðall og Ofvitinn, ásamt dagbókum Þórbergs og öðrum eftir­ látnum skrifum hans. Líka bréf til og frá Þórbergi og öðrum og reyndar notar Pétur einnig dagbók afa síns, Þorgeirs Guðjónssonar, sem var verkamaður í Reykjavík og samtímamaður Þórbergs. Hann lætur með öðrum orðum ólíka texta kallast á og rýnir í atvik hversdagsins til að bregða ljósi á liðinn tíma, rétt eins og gert er í einsögurannsóknum sagnfræðinnar. Þá leitar hann í ýmis sagnfræðirit og bækur af öðrum toga. Hann vinnur sem sagt að miklu leyti eins og fræðimaður en það er skáldið sem stýrir pennanum: „Hann situr á rauðu kofforti og hugsanirnar sitja fastar í pækli sljóleikans. Hann hefur verið að vinna við kolaburð frá því hálf sex í morgun, smágerður kolasallinn nær smám saman inn að hörundinu og þegar heim kemur um kvöldið er hann útlits eins og svertingi.“ (ÞÞ – í fátæktarlandi, bls. 13.) Upphaf síðari bókarinnar hljóðar svona: „Skemmtilegur dagur“, „Yndislegt kvöld“ eru tíðar færslur í dagbók Þórbergs þessa hásumardaga árið 1934 og ekki laust við að Stokkhólmur birtist honum nú í öðru ljósi en fyrir sjö árum þegar hann hálfpartinn hraktist hingað eftir ofsóknirnar út af Bréfi til Láru. Þá var vetur og kalt úti sem inni. Nú er sumar og sól í sinni. Hafflöt­ urinn sendir geisla í allar áttir eins og ofvirkur Amor. Eiginkonan Margrét liggur á grúfu og bogar af henni svitinn í hvítum taumum eftir að Þórbergur hefur lokið við að bera á hana úr bláum Niveakremsbuðk. Hið innra­njarðvíska hold hennar er svo fljótt að verða brúnt en hinn aust­skaftfellski Þórbergur tekur á sig æ laxableikari lit. (ÞÞ – í forheimskunarlandi, bls. 9.) Hér segir frá „baðstrandarferð sem var einn liður á vegum 26. alþjóðaþings esperantista sem haldið var í Stokkhólmi dagana 4. til 11. ágúst“ 1934. Fyrir því má færa sönnur í dagbókum Þórbergs og ef til vill víðar, en kannski ekki fyrir því að Þórbergur hafi borið Níveakrem á konu sínu, eins og þarna er lýst. En þetta lýsir ágætlega aðferð Péturs sem hefur, ekki síður en Þórbergur, góðan húmor sem víða setur svip sinn á textann. Annað dæmi og ólíkt um vinnulag Péturs mætti taka af lýsingu hans á Mar­ gréti Jónsdóttur, eiginkonu Þórbergs. Um Margréti hafa gengið manna á meðal margar sögur og flestar ófagrar. Ef marka má þær allar hefur hún verið skass í yfirstærð, persóna sem jafnast helst á við skessur þær sem sagt er frá í þjóðsög­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.