Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 8
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 8 TMM 2010 · 1 var breytt í skattaparadís fyrir fyrirtækjaeigendur og fjárfesta.4 Einka­ framtak á öllum sviðum var það sem koma skyldi og því fylgdi aukinn einkarekstur í almannaþjónustu og einkavæðing ríkisfyrirtækja. Reglu­ verk og eftirlit var litið hornauga, Samkeppnisstofnun og Fjármálaeft­ irlit var fjársvelt og Þjóðhagsstofnun lögð niður. Ríki og sveitarfélög seldu eigur sínar og ættarsilfur til einkafyrirtækja sem höfðu gróðann að markmiði. Ættarsilfur segi ég vegna þess að þetta voru verðmæti sem margar kynslóðir Íslendinga höfðu byggt upp.5 Af hinni pólitísku orð­ ræðu mátti helst skilja að slíkur rekstur væri alls ekki fyrst og fremst í þágu einkahagsmuna heldur væri hann orðinn að hagkvæmri dyggð í þágu almannahagsmuna. Það var í þessu andrúmslofti sem íslensku bankarnir voru einka­ væddir samkvæmt heimatilbúnum reglum í ríkisstjórninni sem þá sat. Engin almenn lög voru til um hvernig staðið skyldi að framkvæmd einkavæðingar og hentistefna og helmingaskipti réðu för í anda þess kunningjakapítalisma sem hér ríkti.6 Einkavæðingin leysti mikinn kraft úr læðingi og nýir eigendur og stjórnendur tóku að fleyta fjármunum í formi ódýrra lána til íslenskra fyrirtækja og almennings sem aldrei fyrr. Hlutabréf og fasteignir hækkuðu verulega í verði og skyndilega voru allir orðnir svo miklu ríkari en þeir höfðu áður verið. Frá því að bank­ arnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst 2004 og fram til maí 2006 hækkaði fasteignaverð um 67%.7 Talað var um auðsáhrifin af fasteigna­ bólunni sem fólust í því að skyndilega batnaði eiginfjárstaða margra fjölskyldna umtalsvert, ekki fyrir eigin tilverknað heldur vegna hækk­ andi fasteignaverðs. Gleymt var lögmálið um að það sem fer upp kemur vísast niður aftur og margir féllu í þá freistni að taka lán út á þennan nýja auð sem leiddi til aukinnar skuldsetningar fasteigna. Útlánaþensla jókst ár frá ári. Þannig var hún 10% 2003, 20% 2004, 31% 2005 og 34% árið 2006. Árið 1990 skulduðu heimilin í landinu 170 milljarða en árið 2007 höfðu skuldirnar nær tífaldast og voru komnar í 1.547 milljarða. Sömu sögu er að segja af atvinnuvegunum sem skulduðu 264 milljarða árið 1990 en þær skuldir höfðu fjórtánfaldast árið 2007 og voru þá komnar í 3.837 milljarða.8 Þegar þarna var komið sögu námu erlendar skuldir þjóðarbúsins 550% af landsframleiðslu en þar af voru skamm­ tímaskuldirnar komnar upp í 200% af landsframleiðslu. IV. Alþjóðlegt og hnattvætt bankakerfi Í kjölfar einkavæðingar stækkuðu íslenskir bankar afar hratt. Þrátt fyrir umsvifamikla lánastarfsemi til íslenskra fyrirtækja og heimila jukust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.