Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 53
S n a r a n TMM 2010 · 1 53 kommúnisma framan af 20. öldinni, þá ætti sá hinn sami að kynna sér vandlega lífskjör almennings á þeim sama tíma og þá misskiptingu sem þá viðgekkst, bæði stétt­ og kynbundna. Nútímafólk kann að halda að það hljóti að hafa verið nóg svigrúm til skrifta fyrir heimavinnandi húsmóður með fjögur börn – en þá gleymist að reikna með því hvernig vinnunni var háttað, ekki síst fyrir daga raf­ magnsins. Rafmagnið kom ekki heim til mín fyrr en á fyrri hluta sjö­ unda áratugarins. Heimilisstörfin voru margfalt erfiðari og tímafrekari. Og mamma þurfti líka að sinna mjöltum kvölds og morgna og að sjálf­ sögðu án mjaltavéla. Þvottar voru handþvegnir. Sjálfri finnst mér ég komin aftan úr grárri forneskju þegar ég hugsa um þetta. Mamma átti framan af enga ritvél og handskrifaði öll sín handrit og það við týru olíulampans, því skriftirnar þurftu að mæta afgangi á eftir húsverkun­ um og barnastússinu. Börnin voru oft óþæg að sofna á kvöldin og öll hírðumst við í einni ofurlítilli herbergiskytru. Mamma hafði ekki annað húsnæði árum saman, í þessu eina herbergi þar sem börnunum fjölgaði úr einu í fjögur skrifaði hún fyrstu bækurnar sínar. Hún kom frá Reykjavík og var orðin vön aðgangi að blöðum, bókum og menningarlífi höfuðstaðarins. Í Garði var hún nánast eins og sambandslaus við umheiminn, enda aðstæður þannig að hún var föst innan fjögurra veggja heimilisins, í þessum „þrönga hring“ sem Sigrún P. Blöndal skólastýra á Hallormsstað lýsti sem hinum æðsta sælustað konunnar í ræðu árið 1937. Mömmu fannst þó eitthvað vanta á sæluna, ef marka má lýsingu hennar í bréfi til ömmu árið 1962, sama árið og rafmagnið kom loksins: Það er nú það aumasta líf, sem ég get hugsað mér, líkast því að vera kviksettur … ég sé ekki bækur, nema eins og af tilviljun, útvarp höfum við ekki haft síðan gamla tækið bilaði í fyrra og fólk hitti ég ekki, því ég fer ekki út af heimili. Er þá hægt að vera öllu dauðari? Enda er ég ekki orðin öllu gáfaðri en kýrnar, sem ég mjólka. Þær rása þó út í hagann sumartímann en ég hringsnýst á eldhúsgólfi og búrgólfi allan ársins hring, náttúrlega má ég ekki gleyma náð þvottahússins, þar sem ég slít út úr seinustu líkamskröftunum hálfsmánaðarlega og botna ekkert í því að ég, sem ævinlega hafði þá mestu ánægju af að þvo þvotta, er nú orðin alónýt við þann starfa. Og það versta af öllu er að ég hef ekki einu sinni dug til þess að láta mér gremjast þessa sóun á lífsorku minni heldur dreg ég mitt hlass eins og augnalaus kolaklár. (1962) En hins vegar voru aðstæður orðnar allt aðrar um það leyti sem Snaran var skrifuð, rafmagnið komið, ömmubróðir minn hafði gefið mömmu ritvélina sem hún notaði æ síðan og byggt hafði verið ofan á húsið svo það fór ólíkt betur um fjölskylduna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.