Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 54
S i g r í ð u r K . Þ o r g r í m s d ó t t i r f r á G a r ð i
54 TMM 2010 · 1
Oft var það þannig fyrr á tímum að karlar vildu ekki að eiginkon
urnar gerðu annað en að sinna heimilinu og þeim sjálfum. Þannig var
pabbi minn ekki. Hann stóð ekki í vegi fyrir því að mamma gæti sinnt
hugðarefnum sínum, að öðru leyti en því að hann harðneitaði að flytja
úr Garði. Hann var stoltur af konunni sinni og skáldverkum hennar.
Hún las handritin fyrir hann og þau áttu andlegt samfélag. En sjálfur
var hann dæmigerður íslenskur bóndi sem þrælaði myrkranna á milli og
hafði ekkert svigrúm til að koma til móts við mömmu svo hún gæti
skrifað. Reyndar vissi hann ekkert um þessa skriftarfíkn hennar þegar
þau tóku saman, eins og mamma spaugar með í bréfi til ömmu:
Mér hefir stundum dottið í hug, að Starra finnist hann hafa keypt köttinn í
sekknum, þegar hann komst að því hvaða furðufugli hann hafði glæpst á, þegar
hann ætlaði að velja sér bóndakonu … (1966)
Hér hefur ef til vill verið dregin fram fremur dökk mynd af ævi skáld
konunnar í Garði. Annað er eiginlega erfitt þegar bréfin sem hún skrif
ar móður sinni frá því hún kemur í Garð og þar til 1972 eru lesin. En þó
ég þekki að sumu leyti aftur þessa konu sem býr við kröpp kjör og er oft
í örvæntingu yfir örlögum sínum, þá er það bara ein hliðin á henni. Hún
átti líka til létta lund og ríka kímnigáfu. Sú hlið sást kannski betur þegar
lífskjörin urðu léttari síðar á ævinni.
Hefði Jakobína Sigurðardóttir skrifað bækur eins og hún gerði ef
örlög hennar hefðu orðið önnur? Ef hún hefði átt auðveldari ævi þar sem
hún gat sinnt skriftum að vild? Ef hún hefði ekki verið fátæk alþýðukona
sem þurfti að berjast fyrir tilveru sinni og sinna? Ég er ekkert viss um
það. Hún skrifaði fyrir alþýðuna og um alþýðuna, hún skrifaði um
konur fyrir konur. Það var hennar hugsjón. Og þrátt fyrir að hafa þurft
að handskrifa fyrstu bækurnar við olíuljós seint á kvöldin eða á nóttum,
þrátt fyrir að hafa orðið að hliðra til með skriftirnar vegna anna heim
ilisins og hafa aldrei notað nýtískulegra tæki við skriftirnar en ritvélina
sína sem ekki gekk fyrir rafmagni, aldrei eignast eigið afdrep til skrifta,
þægilegan skrifborðsstól eða annað til að létta sér ritstörfin – þá skrifaði
hún samt. Hún skrifaði þrjú smásagnasöfn, fjórar skáldsögur, ævintýra
söguna sína og ljóðabókina. Og síðast en ekki síst, og kannski lýsir það
þessari ríku þörf listamannsins hvað best – þá handskrifaði hún síðasta
handritið sitt dauðveik af krabbameini. Síðasta bókin hennar, Í barn-
dómi, kom út árið 1994, sama ár og hún lést. Bókin sú finnst mér sjálfri
svo falleg að ekki sé hægt að gera betur, þótt eflaust séu einhverjir mér
ósammála. Mér finnst í rauninni alveg ótrúlegt hve miklu hún kom í