Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 90
J ó n a s K n ú t s s o n
90 TMM 2010 · 1
Er The Paris Review með pólitíska slagsíðu?
Nei. The Paris Review er ekki pólitískt. Við birtum sögur þar sem
pólitísk skilyrði setja sterkan svip á aðstæður og örlög sögupersónanna
en engin slagsíða er í þessu, engin ritstjórnarstefna sem leggur pólitískar
línur þann daginn og við birtum ekki pistla þar sem menn viðra skoð
anir sínar eða hugleiðingar um menningarmál eða heimildagreinar.
Er útgáfan arðbær?
Nei. The Paris Review hefur aldrei nokkurn tímann borið arð. Lengst
af í hálfrar aldar útgáfusögu þess var tímaritið rekið með halla, með liltu
tapi þó. Á ofanverðum tíunda áratugnum var afráðið að reka blaðið ekki
í gróðaskyni. Þetta þýðir að velgerðarmenn okkar fá skattaafslátt styrki
þeir okkur. Frá bæjardyrum ritstjórans þýðir þetta að við þurfum ekki
að semja okkur að kröfum markaðstorgsins – við stöndum og föllum
með leit okkar að því besta sem bókmenntirnar hafa upp á að bjóða.
Hvernig færðu alla þessa heimsfrægu rithöfunda til liðs við þig?
Við leggjum allt kapp á að finna bestu ritsmíðarnar eftir höfunda sem
enginn þekkir haus né sporð á. Höfundar sem getið hafa sér góðan orðs
tír og eru á allra vörum leita til okkar af því við erum eitt fárra tímarita
sem birta ritsmíðar einvörðungu eftir verðleikum þeirra sem bók
mennta, og að auki gefum við út efni eftir alla þessa ungu höfunda. Rétt
eins og ungum höfundi er kappsmál að vera í slagtogi með meisturun
um er spennandi fyrir meistarana að út komi efni eftir sig í tímaritum
sem eru kvik af nýjum röddum.
Að standa undir nafni
Hefurðu nokkurn tímann fúlsað við ritsmíð frá heimsfrægum höfundi?
Vitskuld. Það gerum við í hverri viku. Tímarit sem gæfi út ritsmíð af
því tilefni einu að frægt nafn er skrifað fyrir henni, burtséð frá gæðum
eða því hvort þessi ritsmíð á þar heima, væri þunnur þrettándi, og ekki
nokkur lifandi maður fengist til að lesa slíkt tímarit, hvað þá leggja nafn
sitt við það. Ætlunin er að koma til móts við lesendur okkar og höfunda.
Það þýðir að við birtum bara ritsmíðar sem við dáumst að og laða fram
sterk viðbrögð hjá okkur. Þetta kann að þýða að gerðar séu jafnvel meiri
kröfur til frægra höfunda.
Berst ykkur nokkurn tímann efni frá fólki sem hneigist til ritstarfa en er
frægt fyrir eitthvað allt annað?