Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 23
S ú l e y n d a á s t TMM 2010 · 1 23 Njólu að hann var búinn að finna endurminningunum nafn, Á milli vita. Eftir því sem hann sagði mér við gefið tækifæri sat allt fast við skrifin strax á upphafssíðu endurminninganna, mér skildist á honum, að þar hlyti hann að byrja og bókin yrði að vera fullkomlega sannferðug og óaðfinnanlega stíluð áður en meira yrði gert. 2 Á unglingsárum sínum varð Elías handgenginn sérvitringnum Þórði Sigtryggssyni sem mikið hefur verið gert úr síðan, einkum fyrir ummæli Nóbelsskáldsins um Þórð í minningabók og notkun hans á persónu Þórðar við sköpun Organistans í skáldsögunni Atómstöðinni. Af skrifuðum orðum Þórðar í bréfi hans að dæma þekkti hann Elías frá átta ára aldri. Á bernskuárum Elíasar þáði Þórður stundum kaffi í eldhúsinu hjá ömmu Elíasar eins og ýmsir fleiri. (Þau voru um ársbil nágrannar við Freyjugötu.) Og Þórður kenndi Elíasi á orgel. Hann var eftir lát ömmu sinnar, á mörkum bernsku­ og fullorðinsára, tíðum gestkomandi hjá Þórði til að hlusta á tónlist af plötum. Þórður bjó lengst af á Reykjavíkurárum sínum í einu herbergi að Freyjugötu 9 með eld­ unaraðstöðu á ganginum og var mikill smekkmaður á klassískar bók­ menntir og tónlist. Þennan lærisvein sinn upplýsti hann um hvort tveggja. Elías sýndi Þórði alla tíð sonarlega rækt og svo er að sjá sem til­ finningar þeirra kumpána hvors til annars hafi eingöngu verið af því tagi framan af ævi Elíasar. Það er að segja, að Þórður hafi verið honum föðurfyrirmynd fram yfir tvítugt, – ef ekki alla tíð. Um ævi sína alla mátti Elías aldrei heyra orðinu hallað á Þórð, þótt margra álit væri fyrr og síðar að „Organistinn“ hafi verið hinn mesti skelmir til orðs og æðis. Ævisaga Þórðar, sem Elías ritaði upp eftir honum á árunum 1958–64, eða þar um bil, hefur ekki fengist út gefin til þessa út af stóryrðaflaumi sem þar vellur upp úr Þórði og Elías skráði eftir honum af fræðimanns­ legri nákvæmni og – að því er mér fannst helst við lestur handritsins –af sonarlegri hlýðni. Elías var siðavandur fram eftir aldri. Fljótlega eftir lát ömmu sinnar gekk hann í stúku en hann sagði sig hins vegar formlega úr henni hálfþrítugur því honum þótti skorta á um lífsreynslu sína eftir því sem hann sagði í uppsagnarbréfi. Hann fór eigin leiðir í kynlífi sínu eins og Þórður Sigtryggsson sem dró ekki dul á samkynhneigð sína. Sennilega hefur tvíkynhneigð Elíasar aldrei háð honum í einkalífinu frá því hann komst til líkamlegs þroska, hann talaði um hana við hvern sem var af sama hispursleysi og annað, og þó af háttvíslegri yfirvegun. Hitt er jafn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.