Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 95
R ý n t í r ú s t i r n a r TMM 2010 · 1 95 son í íslenska laxeldisævintýrið í bókinni Laxaveislan mikla: Þjóðin borgar brúsann – en ber enginn ábyrgð? og árið 1999 var svo komið að sögu gagnagrunnsmálsins, Íslenskri erfðagreiningu og hinum aðsóps­ mikla forstjóra fyrirtækisins í bókinni Kári í jötunmóð. Höfundur hennar var ungur sagnfræðingur með mikla reynslu af fréttamennsku, Guðni Th. Jóhannesson, sem jafnframt er höfundur Hrunsins – efnismestu bankahrunsbókarinnar. Athyglisvert er nú að rifja upp viðbrögðin sem sagan um Kára Stefánsson vakti, en þau sner­ ust að miklu leyti um þá staðreynd að verkið hefði verið unnið í óþökk sjálfs viðfangsefnisins. Þurfti Guðni að verja aðferðina við bókarrit­ unina og sitja undir ásökunum Kára Stefánssonar um ósagnfræðileg vinnubrögð sem virtust helst felast í því að voga sér að skrifa um fyrir­ tækið án leyfis. Slík umræða hefði verið fráleit í tengslum við hrunsbæk­ urnar í dag. Hér verður ekki reynt að gera tæmandi lista yfir bækur um sam­ tímastjórnmálaleg efni síðustu áratuga. Þær er fáar, varla meira en ein annað hvert ár. Bækur þessar eru yfirleitt hraðsoðnar, enda skrifaðar í kappi við tímann og keppikefli höfundanna að setja lokapunktinn í frásögninni helst við sama dag og verkin eru send í prentun. Við kynn­ ingu þeirra er höfuðáherslan lögð á æsilegar afhjúpanir, þar sem höf­ undur dragi fram nýjar og áður óbirtar upplýsingar: varpi sprengjum inn í umræðuna. Annað einkenni verka af þessum toga hefur verið áherslan á hefð­ bundnar pólitískar fléttur og að rekja tengsl milli einstaklinga eftir vina­ og fjölskylduböndum. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um við­ skiptalífið og efnahagsleg tengsl fyrirtækja og einstaklinga.4 Veigamikil undantekning eru tvær bækur Örnólfs Árnasonar frá 1991 og 1994. Sú fyrri, Á slóð kolkrabbans, var reyfarakennd samantekt á tengslum margra helstu eignamanna landsins, þar sem látið var að því liggja að leynilegur aðalheimildarmaður höfundar væri innvígður í helstu launhelgar peningavaldsins. Stíll verksins var líka óvenjulegur miðað við viðfangsefnið og var það jafnvel kynnt sem nokkurs konar skáldsaga um raunverulega atburði. Fjandsamleg umræða? Á slóð kolkrabbans vakti allnokkra athygli og umtal. Þremur árum síðar hjó Örnólfur í sama knérunn með Bankabókinni sem leitaðist að sögn við að sýna fram á hverjir ættu í raun peningana okkar og fletta ofan af svívirðilegum spillingarmálum og sukki í bankakerfinu. Frásagnarmát­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.