Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2010 · 1 sagna við að beita hlutlægni í frásögn (þótt um það megi lengi deila hversu möguleg slík hlutlægi sé) og hafa sannleikann sem leiðarhnoða í skrifum sínum (þótt hugtakið „sannleikur“ geti einnig verið umdeilanlegt, eins og dæmin sanna). Í hefðbundum ævisögum er sjaldnast um það að ræða að menn „skáldi í eyðurnar“,7 leiki sér með sannleiks­ og veruleikahugtakið eða brjóti upp línulegan æviferil þess sem skrifað er um. Titlarnir á bókum Péturs Gunnarssonar eru eins og margir vita grafskrift sú sem Þórbergur Þórðarson valdi sér og er klöppuð á legstein hans – reyndar á esperantó – ásamt nótum fyrir stef úr vögguvísu eftir Brahms (Wiegenlied op. 49–4). Vissulega má líta á bækur Péturs líka sem „grafskrift“ eftir Þórberg eða að minnsta kosti hluta af þeim eftirmælum sem smám saman eru að byggjast upp um þennan höfund eftir langt tímabil þar sem nokkurt áhugaleysi hefur ríkt um hann og verk hans. Fyrri bókin hefur undirtitilinn „Þroskasaga Þór­ bergs Þórðarsonar“ en sú síðari hefur engan undirtitil. Pétur hefði þó hugs­ anlega getað valið henni til að mynda undirtitilinn: „Tillag til íslenskrar menn­ ingarsögu 20. aldar“ því það er sá þráður sem einna gildastur er í síðara bindinu. Pétur hefur sagt frá því að hann hafi íhugað að setja undirtitilinn „Harmsaga Þórbergs Þórðarsonar“ á síðari bókina en horfið frá því þar sem þar hefði líklega verið fullsterkt að orði kveðið.8 Færa má þó fyrir því sterk rök að margt í sögu Þórbergs hafi drætti harmleiksins þótt hann hafi kosið að sýna lesendum sínum líf sitt að miklu leyti í ljósi skopleiks. Og þá eru ekki síður harmrænir þættir í þeirri mannkynssögu sem Pétur leitast einnig við að draga upp í síðara bindi sínu. Bindin tvö eru nokkuð ólík í nálgun höfundar að viðfangsefninu. Í fyrra bindinu er kastljósinu alltaf beint að aðalpersónunni, Þórbergi, en í því síðara stíga margar fleiri aðalpersónur fram á sjónarsviðið og Þórbergur hverfur af sviðinu um stund. Þá taka yfir sviðið persónur eins og Halldór Laxness, Ragn­ ar í Smára og hjónin Kristinn E. Andrésson og Þóra Vigfúsdóttir. Og í minna mæli persónur á borð við Erlend í Unuhúsi, Kristínu Guðmundardóttur, vin­ konu Þórbergs, og Sólrúnu Jónsdóttur, barnsmóður Þórbergs. Ekki hefur öllum lesendum líkað þetta vel, til dæmis skrifar Jón Viðar Jónsson í ritdómi í DV: „Pétur á að vísu til að skeiða út um víðan völl; stundum tekur hann að rekja gang mannkynssögunnar af helstil mikilli nákvæmni, stundum fer hann að tala um allt annað fólk en Þórberg og frú, svo maður spyr sig jafnvel hvort hann hafi gleymt þeim. En það er þá aðeins um stundarsakir; hann kemur alltaf að þeim aftur.“9 Taka skal fram að Jón Viðar er, þrátt fyrir þessa kvörtun, afar hrifinn af bókinni og segir hana eina „skemmtilegustu bók sem [hann] minnist þess að hafa lesið um íslenskan rithöfund“. Titlarnir á bókum Péturs eru mjög vel valdir því þeir eru hvor um sig mjög lýsandi fyrir innihaldið. Í fyrra verkinu fylgir Pétur Þórbergi frá því að hann kemur til Reykjavíkur átján ára gamall og þar til hann gengur í hjónaband með Margréti Jónsdóttur 44 ára gamall eftir þriggja mánaða kynni og síðasti kafl­ inn lýsir brúðkaupsferð þeirra hjóna í Suðursveitina sumarið 1933. Eins og frægt er af bókum Þórbergs einkenndust þroskaár hans í Reykjavík af fátækt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.