Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 7
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u TMM 2016 · 2 7 30/10 … Og í morgun barst mér fyrsta bréfið þitt. Takk fyrir það, ástin mín, það huggaði mig og gladdi. Ég sá af því að þér líður betur en ég óttaðist. Það er líklega vegna þess að þú hefur ekki, frekar en ég, áttað þig á því hvað það er að skiljast að eilífu við þann sem maður elskar mest. Við erum ennþá svo uppfull af því sem við fengum fyrir náð örlaganna að lifa saman að söknuðurinn hefur ekki náð fullum tökum á okkur. Það gladdi mig að heyra hversu vel þér líður á heilsuhælinu og að þú vonist til að safna kröftum þar. Ég ætla einnig, með reglusömu lífi og daglegri vinnu, að safna nýrri orku. Núna finnst mér ég vera mjög veikburða og ónýtur. Og þegar ég hugsa um síðustu 6 vikur get ég ekki annað en furðað mig á því … Ástin mín, ástin! Hvernig ætti ég að geta tjáð með orðum alla ást mína til þín, alla þjáningu mína yfir sorginni sem ég hef kallað yfir þig, allt þakklæti mitt fyrir það sem þú hefur gefið mér, blíðu, atlot, ljós og hlýju og eld, sólskin og söng og blóm, fegurð og hamingju, ekki hamingju draumanna heldur veruleikans, sjálfan hjart- slátt lífsins. Hve tómleg og einskisverð er mér veröldin án þín. En þú vilt að ég vinni og stefni upp á við – þá geri ég það þín vegna. Og þú verður einnig að reyna að verða meiri og hamingjusamari mín vegna. Æðsta ósk mín er aðeins þessi, hamingja þín, þroski þinn. Lifðu vel ástin mín. Þinn Sigurður Þegar elskendurnir sneru aftur til Kaupmannahafnar og Västerås hófu þau að skrifa hvort öðru löng ástarbréf, næstum á hverjum degi. Bréf hans eru varðveitt en ekki hennar. Á hinn bóginn er til dagbók frá árunum 1915–16 þar sem Nanna segir frá því sem á daga hennar dreif: „Ég kom til litla bað- staðarins Alsbäck sumarið 1913 með Rut og börnunum. Ég fór þaðan með hjartað fullt af tilfinningum í garð annars manns og bundin honum með lof- Bréf Sigurðar Nordal til Nönnu Boëthius 30. október 1913.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.