Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 37
A ð l í m a v e r ö l d i n a s a m a n TMM 2016 · 2 37 Viltu segja mér frá aðferðum þínum? Sköpunarferlinu? Venjulega skrifa ég um það sem liggur mér á hjarta, hingað til hef ég ekki leitað að viðfangsefni. Eins og einhver sagði: Hér þarf að mála mynd. Ég reyni að koma því frá mér sem ég þarf að koma frá mér, í snyrtilegum skorðum. Inni- haldið stýrir. En það þarf að fá hugmynd um farveginn, þar liggur hundurinn grafinn, það er erfiðast finnst mér. Svo hlýtur rithöfundur að hafa til að bera einhvers konar kökuform hið innra – sem mótar byggingu verkanna – og stíl eftir að grunnhugmyndin er í höfn. Í ferlinu leikur maður sér síðan að stíl og setur sig í stellingar skáldaðra persóna sem eiga kannski fátt sameiginlegt með sjálfum manni. Ég hef satt að segja ekki pælt mikið í sköpunarferlinu. Viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð, ef við byrjum á Stofu- ljóðum sem komu út 1990? Allt í einu skrifaði ég tvö ljóð sem lágu á mér og hélt svo bara áfram. Andinn kom yfir mig og ég skrifaði þessa ljóðabók upp úr þurru, hélt svo bara að þetta væri búið, þessi sturta. En aldeilis ekki og ljóðabókin Hárfínar athugasemdir kom næst (1998). Já, þá fór ég sjálfviljugri í skáldastellingarnar, sú bók er ekki eins sjálfhverf og Stofuljóð, ég lít í kring um mig og skoða. Árið 2002 kemur svo út fyrsta smásagnasafnið: 90 sýni úr minni mínu, ofsalega skemmtileg bók. Ég tók þá ákvörðun að setjast niður og athuga hvort ég gæti skrifað prósa, ekki ljóð, þá fannst mér nærtækast að skrifa um atvik sem höfðu gerst í lífi mínu. Auðvitað þannig að hið smáa vísaði í eitthvað stærra. Ég setti mér þau skilyrði að ég yrði að hafa orðið vitni að atburðunum sem birtast í bókinni í tímaröð. Þá fannst mér ég hafa afgreitt ævisöguna – … leik á rimlana með einni tá … þannig hljómar ljóðlína úr sextán erinda bálki í ljóðabókinni Gangandi vegfarandi (2005). Já, við erum takmörkuð og bundin. Uppistaðan er einhvers konar heims- mynd og niðurstaða hugleiðinga. Ég hef sótt í að hugleiða lífið og tilveruna og ég hef alltaf verið mjög hissa á að vera lifandi og eiga eftir að deyja. Ég get setið lengi og hugsað, eins og börn gera, þau liggja bara og horfa upp í stjörnurnar. Ég man vel eftir hugsun á slíkri stundu síðan ég var stelpa: Ég skil ekki … ekkert í engu. Eins og vel kemur fram í bíómyndinni um Hönnuh Arendth, þar liggur hún tímum saman á bedda, reykir og hugsar. Aukaverkanir er safn smá- sagna sem þú leggur í munn annálsritara (2007) og nærð vel tíðarandanum fyrir og eftir bankahrun, mjög skemmtileg bók og óþekk. Ég skrifaði bókina rétt fyrir hrun. Þar reyni ég að skoða mannlífið frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.