Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 127
S p e g i l m y n d i n TMM 2016 · 2 127 að í raun og veru veit hún að hún er ekkert klárari en aðrir, þetta er bara lærð taktík og kænska svo að hún geti haft undirtökin meðan hún stjórnar fund- inum. Maður verður alltaf að hugsa að allir hinir séu ekki betri en maður sjálfur. Hún minnist orða ráðherrans sem sagði við hana að hún væri oft stressuð og þá ímyndaði hún sér að allt hitt fólkið þyrfti líka að fara á klósett alveg eins og hún sjálf og væri kannski að hugsa um það á þessu augnabliki sem þær áttu tal saman. Þetta var gott ráð og hún hafði stundum notað það. Samt er það ekki óskeikult, kvíðinn getur alltaf látið á sér kræla þó búið sé að reyna að útiloka hann með ýmsum brögðum. Það er einmitt það sem hann gerir núna. Hún man hvernig það var þegar hún fór að heiman, rifrildið, ljótu orðin, angistin sem sat í henni næstum allan tímann meðan hún var á leiðinni. En hún vill ekki hugsa um hvað hún getur sjálf verið ömurleg, um allt þetta leiðinlega og vonda. Ekki heldur um sárið sem er inni í henni og henni tekst ekki að gleyma. Hún grefur vara- litinn sinn upp úr snyrtiveskinu og málar varir sínar dökkrauðar. Henni hefur alltaf fundist það vera merki um frelsi og gleði að vera með eldrauðar varir, ein á ferð í ókunnum eða kunnum borgum, skoðandi söfn og gangandi um götur. Rauðu varirnar eru tákn þess að enginn mun nokkurn tímann geta ráðið yfir henni að fullu, enginn mun geta vitað allt sem inni í henni býr, allt sem hún hefur gert um ævina. Rauðu varirnar merkja að hún er þrátt fyrir allt hetja, þó að hún sé líka aumingi. „Jæja,“ segir hún á íslensku við spegilmyndina. Því hún talar við hana á ýmsum tungumálum, eftir því hvert umræðuefnið er. Þetta jæja þýðir að nú þarf að drífa sig að fara yfir ræðuna, á eftir má slappa af. Hún er vön að bæta við frekar en strika yfir, nema þá að henni finnist eitthvað sérstaklega heimskulegt í ræðunni. Það gerir hún líka í þetta sinn, henni dettur svo margt í hug þegar hún er að lesa, ýmislegt sem gæti farið vel í áheyrendur. Passar sig samt á að hafa ræðuna ekki of langa, fólk verður þreytt og hættir að fylgjast með ef talað er í meira en tíu eða fimmtán mínútur. Stundum hefur hún þurft að sleppa heilu köflunum úr meðan hún er að flytja ræðuna bara til að halda athygli þeirra sem hlusta. Þá er um að gera að vera snöggur að hugsa og framkvæma. Hún gengur frá blöðunum og hugsar að það sé kominn háttatími. Í spegl- inum sér hún mynd sína aftur, allt í einu svo þreytulega, eins og hún sjálf sé komin þar en ekki spegilmyndin, þessi sem alltaf stendur sig. Það er orðið dimmt úti í þessari borg og skuggsýnt inni, ljósin í hótelherbergjum eru alltaf svo dauf! Hún man varla hvar hún er, og allt í einu setur að henni þennan beyg sem alltaf kemur með myrkrinu. Hún stendur upp, fer inn á baðið, burstar tennurnar og gerir sig klára fyrir svefninn. Þegar hún kemur inn í herbergið aftur hrekkur hún í kút. Í einu horni þess stendur spegilmyndin, horfir á hana heimóttarleg og brosir vandræðalega. Eins og þessi skjáta vilji segja eitthvað en komi ekki orðum að því. Niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.