Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 88
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 88 TMM 2016 · 2 inni veit hann að róðurinn er orðinn honum þungur. Hann ákveður að láta skeika að sköpuðu og leggur traust sitt á unga og óreynda menn til að styrkja stöðu sveitarinnar gagnvart hinu útlenda verslunarvaldi þéttbýlisins. Þegar á herðir reynast þeir hins vegar ístöðulausir og afl hans eins ekki nægjan- legt svo að haldið verði aftur af „nýjabrumsvindinum“ sem stöðugt færist í aukana. Sonur bandamanns Gunnars, hinn ungi ræðuskörungur Arnór, snýr heim úr námi í Danmörku þar sem hann hefur látið „[…] ginnast út í braskið og hringlið, lausungina og alvöruleysið […]“38 sem kóngurinn á Melum telur einkenna samtímann. Gerist hann talsmaður nýrra hugmynda sem Gunn- ar gamli fyrirlítur ásamt öllu framfarablaðri hans. Þegar hinn aldurhnigni kraftajötunn stendur einn og yfirgefinn og horfir á kreppta vinnulúna hnefa sína harmar hann hvert straumur hins nýja liggur: „Það var raunalegt að sjá það kollvarpast alt í einu, sem staðið hafði um aldir, sjá því vera steypt af stóli af smámennum einum.“39 Fyrir honum gengur stefna Arnórs út á eintóman kjaftavaðal sem upprunninn er úr hringiðu hins útlenda og einskisverða. Æskan í sveitinni, þar með talin dóttir Gunnars, tekur á hinn bóginn undir, snýr baki við arfleifð forfeðranna og hallar sér að stundargamni nútímans í hinum nýja draumheimi Arnórs. Í bókinni er ekki farið í grafgötur með að Gunnar sé maður fortíðar og hann jafnvel útlistaður stórmenni sem sómt hefði sér vel meðal helstu kappa sögualdar.40 Hann er höfðingi íslenskrar fortíðar, hinn vinnusami barnings- maður sem gert hefur sér að góðu stöðuga baráttu fyrir lífsbjörginni. Tals- vert ber á gagnrýni í garð þéttbýlismyndunar og nútímavæðingar en þó er ekki dregið í efa að framtíðin liggur ekki í því samfélagi sem Gunnar vill ríghalda í. Um leið er fortíðarþrá til staðar og barátta erfiðismanna bænda- samfélagsins upphafin auk þess sem nýjungagirni ungdómsins er tekið með gætni. Það örlar á því sjónarmiði að íslensk alþýða haldi stefnulaust úr sveitunum í þorpin án þess að huga að fornum andlegum verðmætum. Menn á borð við Arnór tala digurbarkalega en þegar á móti blæs er það ekki mælskan heldur reglufestan, hefðirnar og samhjálpin, viðmið Gunnars, sem koma að gagni. Er það áréttað í lokaorðum bókarinnar þar sem Arnór og fylgjendur hans horfa á eftir Melakónginum þar sem hann hverfur fyrir fullt og allt inn í drungalega nóttina: Og þá er hann hvarf, var sem eitthvað það hefði hrunið til grunna, er skýlt hefði kynslóð eftir kynslóð í frostum og byljum íslenzkrar náttúru. Og nóttin vafði fastara og fastara slæðum sínum um hópinn, er stóð þarna á berangri frammi við sæinn.41 Viðurkennt er að framþróun nútímans verði ekki umflúin en um leið er látið að því liggja að þær breytingar sem eigi sér stað í krafti hennar séu ekki með öllu ákjósanlegar. Aðdáun sögumanns er bundin persónu Gunnars sem verður holdgervingur stöðugleika og rótfestu sem Arnór og fylgismenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.