Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 88
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n
88 TMM 2016 · 2
inni veit hann að róðurinn er orðinn honum þungur. Hann ákveður að láta
skeika að sköpuðu og leggur traust sitt á unga og óreynda menn til að styrkja
stöðu sveitarinnar gagnvart hinu útlenda verslunarvaldi þéttbýlisins. Þegar
á herðir reynast þeir hins vegar ístöðulausir og afl hans eins ekki nægjan-
legt svo að haldið verði aftur af „nýjabrumsvindinum“ sem stöðugt færist í
aukana.
Sonur bandamanns Gunnars, hinn ungi ræðuskörungur Arnór, snýr heim
úr námi í Danmörku þar sem hann hefur látið „[…] ginnast út í braskið og
hringlið, lausungina og alvöruleysið […]“38 sem kóngurinn á Melum telur
einkenna samtímann. Gerist hann talsmaður nýrra hugmynda sem Gunn-
ar gamli fyrirlítur ásamt öllu framfarablaðri hans. Þegar hinn aldurhnigni
kraftajötunn stendur einn og yfirgefinn og horfir á kreppta vinnulúna hnefa
sína harmar hann hvert straumur hins nýja liggur: „Það var raunalegt að sjá
það kollvarpast alt í einu, sem staðið hafði um aldir, sjá því vera steypt af stóli
af smámennum einum.“39 Fyrir honum gengur stefna Arnórs út á eintóman
kjaftavaðal sem upprunninn er úr hringiðu hins útlenda og einskisverða.
Æskan í sveitinni, þar með talin dóttir Gunnars, tekur á hinn bóginn undir,
snýr baki við arfleifð forfeðranna og hallar sér að stundargamni nútímans í
hinum nýja draumheimi Arnórs.
Í bókinni er ekki farið í grafgötur með að Gunnar sé maður fortíðar og
hann jafnvel útlistaður stórmenni sem sómt hefði sér vel meðal helstu kappa
sögualdar.40 Hann er höfðingi íslenskrar fortíðar, hinn vinnusami barnings-
maður sem gert hefur sér að góðu stöðuga baráttu fyrir lífsbjörginni. Tals-
vert ber á gagnrýni í garð þéttbýlismyndunar og nútímavæðingar en þó er
ekki dregið í efa að framtíðin liggur ekki í því samfélagi sem Gunnar vill
ríghalda í. Um leið er fortíðarþrá til staðar og barátta erfiðismanna bænda-
samfélagsins upphafin auk þess sem nýjungagirni ungdómsins er tekið
með gætni. Það örlar á því sjónarmiði að íslensk alþýða haldi stefnulaust
úr sveitunum í þorpin án þess að huga að fornum andlegum verðmætum.
Menn á borð við Arnór tala digurbarkalega en þegar á móti blæs er það ekki
mælskan heldur reglufestan, hefðirnar og samhjálpin, viðmið Gunnars, sem
koma að gagni. Er það áréttað í lokaorðum bókarinnar þar sem Arnór og
fylgjendur hans horfa á eftir Melakónginum þar sem hann hverfur fyrir fullt
og allt inn í drungalega nóttina:
Og þá er hann hvarf, var sem eitthvað það hefði hrunið til grunna, er skýlt hefði
kynslóð eftir kynslóð í frostum og byljum íslenzkrar náttúru. Og nóttin vafði
fastara og fastara slæðum sínum um hópinn, er stóð þarna á berangri frammi við
sæinn.41
Viðurkennt er að framþróun nútímans verði ekki umflúin en um leið er
látið að því liggja að þær breytingar sem eigi sér stað í krafti hennar séu ekki
með öllu ákjósanlegar. Aðdáun sögumanns er bundin persónu Gunnars
sem verður holdgervingur stöðugleika og rótfestu sem Arnór og fylgismenn