Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 24
24 TMM 2016 · 2 Kristín Ómarsdóttir Að líma veröldina saman Viðtal við Halldóru Kristínu Thoroddsen Þó hún setji sig í stellingar þjóðlegs annálsritara, höfundategundar sem á heiðurssæti í íslenskri menningu, og taki stíl hans til fyrirmyndar í smá- sagnasafninu Aukaverkanir, fylgir sögum Halldóru Kristínar Thoroddsen landamæraleysi, sögurnar eru ekki sér-íslenskar, þær eru lausar við taum átthaganna, jarðvegurinn er heimsmoldin, sjónarhornið notar hún til gagn- rýnins leiks. Knappar sögur í minningabókinni 90 sýni úr minni mínu tindra af skemmtun og frjálsum lífstíl, í lengri sögum verður skemmtunin óræðari, merkingin slungin, grunsemdarfull, ástríðuheit. Halldóra tollerar íþróttina kúffull af kímnigáfu og glöggri sýn á tímana. Fyrsta skáldsaga hennar Tvöfalt gler kom út vorið 2015 og hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta ári síðar. Gömul kona verður ástfangin, býr í miðbænum, segir söguna á meðan hún horfir á lífið gegnum þykkt gler. Einhvern veginn finnst manni sagan stinga samfélagið á hol – yfirvegað – kalt, einbeitt, án kapps og hefndar. Rætur ljóða Halldóru, sem hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, stinga sér djúpt ofan í ljóðlistararf veraldarinnar. Húmor yddar beitt blýantinn, blýið er mjúkt. Í greininni „Lífinu sniðin þau ósköp,“1 skrifar Bergljót Soffía Krist- jánsdóttir: „Halldóra K. Thoroddsen er afar sérstætt skáld […] sem hefur öðru fremur en mörg skáld önnur hugann við manninn sem lífveru. Það hefði þó eins vel mátt kalla hana efahyggjumann sem horfist staðfastur í augu við takmarkanir homo sapiens, ef ekki beinlínis efnishyggjumann sem gerir sér grein fyrir hvílík undirstaða ímyndunar- aflið og draumurinn er í vitundarlífi manna. Hún veltir fyrir sér tilvist mannsins sem lífveru bæði í fortíð og nútíð og greinir þá ósjaldan samfélag og menningu. Hún hefur ekki aðeins lagt niður fyrir sér tengsl líkama og hugarstarfs heldur lítur svo á að skáldskapurinn sé skilgetið afkvæmi holdsins og skynjunarinnar og kann að fara þannig með hann að hann orki í krafti þess. Við bætist að hún leikur á allan skala húmors og íróníu, fer betur með grótesku og hortugheit en flestir aðrir en hefur í sömu mund vald á hinu fínlega og ísmeygilega. Ekki er því að undra að ljóð hennar séu áhrifarík og ýfi jafnt tilfinningar, þanka og skynjun.“ ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.