Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 118
Á r n i B e r g m a n n 118 TMM 2016 · 2 sem heima sátu, að þær væru skotgrafamellur sem ættu helst ekki að vera til. Kona sem gifst hafði félaga sínum úr hernum kom með honum heim eftir stríðið og móðir eiginmannsins sagði: „Hver heldurðu að vilji giftast systrum þínum eftir að þú komst með þessa druslu í húsið?“ Margar konur þögðu eftir stríð yfir því að þær hefðu verið á vígvellinum og földu orður sínar og medalíur vegna þess að þær vildu finna sér mann og vera í friði fyrir illkvittni. Sumt er hlægilegt í sögum þessum, annað dapurlegt. Ein konan telur það með verstu endurminningum sínum að hafa þurft að ganga í karlmanns- nærbuxum í þrjú ár. Margar lentu í vandræðum vegna þess að í fyrstu var alls ekki gert ráð fyrir konum á vígvelli og allur skófatnaður og búningar þrem númerum of stórir. Ein kemur aftur í skotgrafirnar eftir stutt frí og vinkonurnar þyrpast að henni og hnusa af henni lengi í von um að finna „heimalykt“. Ein eftirminnileg saga varðar efni sem alloft er minnst á í stríðsbókmenntum, en það er einkennileg viðkvæmni hermanna gagnvart dýrum. Líf þeirra er einhvernveginn heilagra en manna – því dýrin eru sak- laus. Kona sem var kornung leyniskytta í stríðinu er með herflokki sem ekki hefur fengið neitt að éta í þrjá daga. Hermennirnir sjá lítið folald í fjarska og segja við stúlkuna: „Heyrðu þú ert svo hittin, skjóttu folaldið svo við fáum súpu…“ Og án þess að hugsa sig um skýtur hún dýrið litla. En brestur strax í grát því hún hafði aldrei getað gert dýri mein. Og þeir sem hvöttu hana og mönuðu til að skjóta folaldið – þeir líta undan og vilja ekki sjá hana, rétt eins og hún væri sérlega kaldrifjaður morðingi. Olga Zabelina heitir kona sem kemur öðrum vitnum Svetlönu betur orðum að því hve erfitt er að segja satt og falslaust frá því sem var, finna rétt orð og tóntegund: „Kannski heyri ég músík. Eða söng … Kvenrödd … Og þar finn ég það sem ég þá hafði á tilfinningunni. Eitthvað líkt því … En svo horfi ég á bíó- mynd um stríðið – og hún er ekki sönn. Les bók – og hún er líka ósönn. Eitthvað annað en var. Ég fer að tala sjálf – og það tekst ekki heldur. Það sem ég segi er ekki eins hræðilegt og ekki eins fallegt og var. Veistu hvað morgunninn getur verið fallegur í stríði? Áður en orustan byrjar. Þú horfir á og hugsar: þetta er kannski þinn síðasti morgunn. Og jörðin er svo falleg … Og loftið … og sólin …“ Í bókum Svetlönu Alexijevitsj um konur og börn í stríði finnur lesandinn grimmd og þjáningar meiri og þyngri en hjá flestum öðrum höfundum – en hún gleymir heldur ekki þeirri fegurð og þeirri von sem reynir að lifa þrátt fyrir allt. Þetta kemur ekki síst fram þegar vitni hennar rifja upp stríðslokin: „Eftir friðardaginn,“ segir ein konan, „fannst okkur að nú yrðu allir menn mjög góðir og mundu elska hver annan.“ Á vegg Ríkisþinghússins í Berlín skrifaði önnur kona þessi hreystiorð: „Ég, Sofija Kúntsevitsj, er hingað komin til þess að drepa stríðið.“ En allt fór á annan veg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.