Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 103
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r
TMM 2016 · 2 103
í Þjóðviljanum á aðfangadag 1944. Sögumaður, sem er svo illa staddur fjár-
hagslega að hann á ekki skóhlífar, rifjar upp að hann hafi hitt Stefán kaup-
mann fyrir framan Ingólfsapótek á Þorláksmessu árið á undan og farið að
ræða við hann um einkenni jólanna. Stefán hafi tekið fálega undir og viður-
kennt að hann hefði ímugust á jólatrjám. Í framhaldi sagði kaupmaðurinn
frá því að þegar hann var ungur drengur að alast upp hjá móður sinni, sem
var fátæk ekkja, hafi sér ein jólin verið boðið að sjá skreytt jólatré heima hjá
leikbróður sínum, sem var af efnuðu fólki kominn. Þegar Stefán kom inn á
þetta fína heimili í sínum fátæklegu sparifötum var hins vegar glápt á hann
af fjölskyldumeðlimum og feitlagin húsmóðirin rak hann fljótlega heim
með þeim orðum að þetta væri misskilningur, hann „gæti, kannski, komið
einhverntíma seinna“. Stefán kaupmaður leggur út af þessari sögu þannig
að jólatré minni sig „alltaf á gleðisnauða, niðurlægjandi bernsku“ sína, sem
hann vilji helst gleyma en hann gefur um leið til kynna að hann hafi „lært að
vinna, sigra, standa sjálfstætt. […] Ef hægt er að rísa gegn þeim öflum, sem
kremja hjarta manns í bernsku, þá hef ég gert það.“34
Í lok sögunnar er tekið fram að hún hafi verið skrifuð í Hveragerði í
nóvembermánuði 1944. Hannes Sigfússon hafði flutt þangað í lok ágúst og
tekið á leigu tvö herbergi. Verkefni Hannesar fyrir austan fjall var að þýða
unglingabók en örlögin höguðu því þannig til að hann varð kostgangari á
heimili Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar, sem einnig bjó í Hvera-
gerði. Samdist þeim um að Kristmann vélritaði handrit þýðingarinnar og
hirti þriðjung þýðingarlaunanna. Síðar stakk Kristmann upp á að þeir fengju
þriðja rithöfundinn í lið með sér og stofnuðu saman þýðingarfélag. Krist-
mann ætlaði að útvega þýðingarverkefni og sjá um hreinritun á ritvélina,
hinir tveir skyldu þýða baki brotnu. Varð úr að Elías fluttist í annað her-
bergið sem Hannes leigði og hófst handa við að þýða skáldsögu eftir Sigrid
Undset. Hún hafði fengið Nóbelsverðlaunin árið 1928, meðal annars fyrir
sína stóru sögulegu skáldsögu um Kristínu Lafranzdóttur. Verkið sem Elías
glímdi við var hins vegar fyrsta skáldsaga sænsku skáldkonunnar, Frú Marta
Oulie frá árinu 1907. Um er að ræða samtímasögu í dagbókarformi sem lýsir
hugsunum Mörtu sem er gift Ottó en heldur við Henrik. Verkkaupandi
þýðingarinnar var Ragnar Jónsson í Smára, útgefandi Kristmanns og síðar
Elíasar. Frú Marta Oulie kom út árið 1946 og var Kristmann einn skrifaður
fyrir henni. Hannes segir í æviminningum sínum: „Kristmann fullyrti að
hann hefði orðið að leiðrétta næstum hverja setningu í handritinu. Elías hélt
því hinsvegar fram að þýðingin væri óbreytt og nákvæmlega eins og hann
hefði skilað henni. Hann þóttist illa svikinn.“35 Forvitnilegt væri að bera
þessa þýðingu, sem og smásagnaþýðingar Elíasar, saman við smásögur og
skáld sögur hans. Vafalítið hefur hann fengið dýrmæta þjálfun við þetta starf,
þó svo að hann væri hugsanlega rændur heiðrinum að viðamesta verkefninu.
Annir við þýðinguna á verki Undset kunna að skýra að heilt ár leið þar til
næstu smásögur Elíasar komu út en það voru „Sumum vex fiskur um hrygg“