Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 38
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 38 TMM 2016 · 2 sjónarhóli sérviskulegs og jarðbundins og ástríðufulls annálsritara og þarna myndast einhver íronía því hann er ekki að tala um jarðbundna hluti: metn- aður hans liggur í að fanga langanir og þrár. Bókin er líka samfélagsrýni því ég var að verða vitlaus á þessari þenslu, þessari geggjun og hrunadansinum. Nýjasta bókin þín er skáldsagan Tvöfalt gler sem fjallar um eldri dömu í Reykjavík (2015). Þú spurðir mig hvernig ég gæti lýst fullkominni hamingju og ég sagði eitt- hvað um samhengi en sagan fjallar um einangrun og samhengisleysi og ég skrifaði hana eftir hrun en hún kom út fyrst núna. Hermann Stefánsson sem hafði haft veður af útgáfuraunum mínum bað um að fá að lesa og gá hvort hún ætti erindi í tímaritröðina 1005. Ég stytti söguna dálítið fyrir þá útgáfu og svo hnikaði ég til nokkrum orðum undir ritstjórn Hermanns en að öðru leyti er hún óbreytt, hafði legið og beðið. Ég hefði getað valið sjónarhorn barns því börn búa líka í einangruðu hólfi. Sagan kom til mín eins og ljóð, þessi mynd birtist mér: mannvera bakvið gler, svo molnar glerið. Ertu að skrifa nýja bók? Ég hef verið að yrkja nokkur ljóð, annars er ég alltaf að þvæla mér í einhver óskyld verkefni. Þú hefur ekki sótt um starfslaun rithöfunda? Jú, ég hef sótt tvisvar um laun og fengið en ég sæki ekki lengur um í sjóðinn. Síðan ég hætti fyrir stuttu í launavinnu, lifum við Eggert á launum hans og þau nægja okkur, við erum nefnilega nánast skuldlaus og ein í kotinu. Hann er fastráðinn leikari. Við þurfum ekki mikið og í gegnum tíðina höfum við stundum skipst á að vinna fyrir heimilinu, til dæmis þegar Eggert var í Alþýðuleikhúsinu eða þegar ég var í námi. Það er nóg af fólki sem þarf þessi laun. *** Ertu hugrökk? Á sumum sviðum. Ég er enginn heigull en allar hetjudáðir eru fjarri. Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn? Nei, ég ferðast til dæmis lítið, mér þykir gott að vera heima hjá mér. Ég fór í gegnum bernskuna án þess að verða fyrir hnjaski – sýnir það ekki ágæt- lega hvað ég er lítið ævintýragjörn? Ég hoppaði ekki niður af stillönsum og þökum eins og félagar mínir, fór varlega, var skynsöm – en auðvitað hef ég tekið þátt í lífinu, tók þátt í leikjum, reið út og ferðaðist þegar ég var ung, bara búin að því svoldið. Ég bjó í kommúnum, þar fóru fram tilraunir með mann- inn á hippaárunum, kjarnafjölskyldan var úrelt, eignarétti afneitað, kynlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.