Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 84
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 84 TMM 2016 · 2 því til að mynda fram að „vestfirzkan“ á Sturlu í Vogum væri ekkert annað en einkastíll höfundarins og yfirvarp fyrir danska orðaskipan.20 Þá munu Vestfirðingar sjálfir hafa klórað sér í höfðinu yfir talsmáta titilpersónu Krist- rúnar í Hamravík og ekkert viljað við hann kannast. Að einhverju leyti töldu menn velviljaðir Hagalín þó unnt að afsaka það með því að Kristrún ætti að virka sér á báti í hinu vestfirska umhverfi og vera mótuð af fornum háttum.21 Matthías Johannessen, skáld og fyrrum ritstjóri, hefur rannsakað mál og stíl á Kristrúnu í Hamravík og má af niðurstöðum hans ráða að þó svo að Hagalín hafi ætlað sér að færa sérvestfirskan blæ yfir stíleinkenni sögunnar sé í raun hæpið að óvenjulegt orðfæri persóna sé allt sótt í þann landshluta einan. Hagalín hafi leitað fyrirmynda víðar og bendir Matthías sérstaklega á athyglisverðan samhljóm við guðsorðabækur fyrri alda, svo sem Passíu- sálmana og Vídalínspostillu, sem mikið voru lesnar um allt land á fyrri tíð.22 Því hefur verið haldið fram að Hagalín hafi snemma, jafnvel strax í æsku, séð fyrir sér að skrifa um harðneskjulegt líf sjómanna í afskekktum sjávar- byggðum.23 Kemur það heim og saman við að náin tengsl fólks og náttúru í harðbýlum sveitum vestur á fjörðum verður eftirtektarvert þema strax í hans fyrstu verkum svo sem í frumraun hans, smásagnasafninu Blind- skerjum frá árinu 1921. Í einni sögunni þar, „Kreptum hnefum“, sem gerist í afskekktum dal girtum háum og hrikalegum fjöllum, er til dæmis undir- strikað að fólk mótist í útliti og skapháttum af því landslagi sem það býr við. Gengið er út frá því að stórbrotin vestfirsk náttúra með sinni óblíðu veðráttu og einangrun geri menn harða og þunglynda en um leið ákveðna og djarfa sem allt í senn séu nauðsynlegir eiginleikar í erfiðri lífsbaráttunni á þessum hrjóstrugu slóðum: Alvara náttúrunnar og hrikaleikur mótar skap dalbúa, látbragð þeirra og útlit. Þeir eru þungir á brún, augun eru þunglyndisleg og ennið hrukkótt. Og þann veg verða þeir, sem í dalinn koma úr öðrum sveitum og dvelja þar langdvölum. […] Að vetr- inum er snær yfir öllu, og ískaldur norðanvindurinn næðir þar yfir.24 Samfléttun náttúrufars og eðliseinkenna fólks er enn meira áberandi í „Þætti af Neshólabræðrum“, veigamesta hluta sagnasafnsins Veður öll válynd frá 1925. Þar myndar landslag grýttrar sjávarjarðar, hamrarnir, brimið og urðirnar í kringum hana ásamt reimleikum og veðragný, goðsagnakennda sviðsmynd sem styður við lævísleg samskipti persónanna svo að frásögnin verður öll þrungin spennu.25 Þetta samspil kemur því víða fram í skrifum Hagalíns frá millistríðsár- unum en er þó líkast til hvergi eins eftirtakanlegt og í aðalpersónu áður- nefndrar skáldsögu hans, Sturlu í Vogum, sem ítrekað er spyrt saman við landið og náttúruöflin. Söguþráðurinn þar er um margt með ólíkindum og langt seilst til að skapa ósamlyndi á milli tveggja fjölskyldna hvorrar á sínum sveitabænum þar sem fyrirhuguð nauðgun á konu Sturlu verður að veiga- miklu viðfangsefni. Bókin er stór í sniðum, yfir 600 síður í tveimur bindum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.