Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 102
J ó n K a r l H e l g a s o n 102 TMM 2016 · 2 Fróðlegt er að bera þessa lýsingu saman við kafla sem fjalla um samskipti Bubba (Þórhalls), aðalpersónunnar í Eftir örstuttan leik, við tvo bandaríska hermenn sem vilja „ólmir fá girls“, faðma hvor annan og segja „sweetheart“.28 Framkoma þeirra veldur því að Bubbi fyllist klígju og kastar loks upp. Viku eftir að verðlaunaritgerðin var prentuð í Þjóðviljanum birti Elías grein í Tímanum um tvö íslensk hljóðfæri; langspilið og íslensku fiðluna. Á næstu mánuðum voru prentaðar eftir hann margar fleiri styttri og lengri blaðagreinar í Tímanum og Þjóðviljanum, meðal annars um sögu bindindis- hreyfingarinnar á Íslandi, Símon Dalaskáld, kvikmyndir og æskufólk og uppgang nasismans í Þýskalandi.29 Jafnhliða haslaði Elías sér völl sem ljóð- skáld og þýðandi. Viku eftir að íslenska lýðveldið var stofnað birtist eftir hann í Þjóðviljanum kvæðið „Morgunn“ sem hljóðar svo: Bærist varla blað fyrir vindinum. Bráðum skín sólin á tindinum. – – – Þá stekk ég á bak á stolnum hesti með steinbítsrikling í nesti. – Skyldi nokkur fagna svo fátækum gesti? En handan við fjöllin er hafið blátt; það hefur undramátt. Og þangað er ferð minni fyrst um sinn heitið. Þar finnið þið mig, ef þið leitið.30 Um svipað leyti birtist í tímaritinu Dvöl þýðing Elíasar á gamansögu eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant og á næstu átján mánuðum birti hann ýmist í Dvöl, Útvarpstíðinum eða í Þjóðviljanum þýðingar á að minnsta kosti sex öðrum sögum eftir erlenda höfunda, þeirra á meðal Pearl S. Buck og Erskine Caldwell.31 Í ársbyrjun 1945 reyndi Elías líka fyrir sér sem gagn- rýnandi þegar hann birti í Dvöl lofsamlegan ritdóm um Kvæði (1944) eftir Snorra Hjartarson. Í kjölfarið fylgdu ritdómar um verk eftir Stefán Jónsson og Jón úr Vör.32 Merkilegustu afurðir þessa tímabils á höfundarferli Elíasar eru hans eigin smásögur. Í hausthefti Dvalar 1944 birti hann sögu sem heitir „Gamalt fólk“. Um er að ræða vel stílaða svipmynd af nafnlausum hjónum sem finna að þau eru að eldast og reyna árangurslítið að ræða þær tilfinningar sem til- hugsunin um dauðann vekur.33 Viðfangsefnið kemur á óvart í ljósi þess að höfundur var aðeins tvítugur en hugsanlega má skýra það með hliðsjón af uppeldi Elíasar hjá ömmu sinni. Sagan birtist síðar fremst í smásagnasafninu Gamalt fólk og nýtt, sem er tileinkað minningu Guðrúnar ömmu. Næsta smásaga sem Elías birti opinberlega hét „Saga um jólatré“ en hún var prentuð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.