Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 97
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r TMM 2016 · 2 97 1943 og síðan á birt efni hans frá árunum 1944 til 1946. Tilgangurinn er að vekja athygli á nokkrum þeim þáttum sem kunna að hafa mótað Elías sem höfund. „Meðfædd mystisk tilhneiging og vottur af kynvillu“ Elías Mar virðist hafa fyrst komið fram opinberlega með frumsamið efni árið 1939, aðeins 15 ára gamall, með upplestri á fundi hjá stúkunni Verðandi í Reykjavík.6 Næsta árið las hann nokkrum sinnum til viðbótar upp á fundum stúkunnar en ekki kemur fram hvers lags efni það var. Í desember 1940 birti hann verk eftir sig í fyrsta sinn, „Hamingjuóð ungrar Reykjavíkurstúlku“. Kvæðið var prentað í Blysinu, blaði nemenda Gagnfræðaskólans í Reykjavík en Elías var þar við nám. Það er ort, að nokkru leyti í anda „Þjóðvísu“ Tóm- asar Guðmundssonar sem birst hafði í Stjörnum vorsins (1940), í orðastað hjartahreinnar stúlku sem hefur kynnst breskum hermanni en rödd hennar er svo einlæg að hún hljómar írónísk. „Sem ljós á mínum vegum og lampi minna fóta / hann læðist oft að húsinu, er kvölda og rökkva fer“, játar hún í lokaerindinu og spyr síðan: „Hví skyldum við ei lánsins og lífgleðinnar njóta, / fyrst lukkan sjálf er stöðugt á hælunum á mér?“7 Þetta ár fréttist líka af Elíasi á stofnfundi Ungra penna/Félags ungra rit- höfunda í Ingimarsskólanum við Frakkastíg í Reykjavík. Samkvæmt endur- minningabók Jóns Óskars, Fundir snillingar (1969), fluttu Hannes Sigfússon, Ásgeir Magnússon og Elías ræður við þetta tækifæri og segist Jón Óskar hafa undrast að sá síðastnefndi: skyldi vera svona frakkur að standa í ræðustól, svona ungur eins og hann var, þótt hann hefði getað verið eldri en ég eftir stærðinni að dæma. […] Hannes sagði mér að hann væri sextán ára. Lengi vel fannst okkur Hannesi hann vera Ólafur Kárason Ljósvíkingur, söguhetja Kiljans.8 Í bók Hjálmars Sveinssonar um Elías rifjar sá síðarnefndi upp að skáldin Arnfríður Jónatansdóttir, Jenna Jónsdóttir, Sigfús Daðason, Jóhannes Steins- son og Jón úr Vör hafi einnig komið við sögu félagsins og hafi sá síðastnefndi orðið „eins konar leiðtogi“ hópsins. „Við elskuðum Knut Hamsun. Síðar fórum við að lesa Eliot, og ég man að ég eignaðist Ulysses eftir Joyce 1945, á ensku að sjálfsögðu. Þetta voru dásamlegir tímar, jafnvel þótt afgangurinn af heiminum bærist á banaspjót.“9 Á fyrstu árum stríðsins var samt hljótt um Elías á vettvangi bókmennt- anna. Hann lauk námi í Gagnfræðaskólanum og innritaðist í Kennara- skólann 1942. Í lok janúar það ár andaðist móðuramma hans, Guðrún Jóns- dóttir. Hún hafði tekið Elías að sér þegar hann var aðeins ársgamall en þá lést dóttir hennar og móðir drengsins, Elísabet Benediktsdóttir, eftir erfið veikindi. Þau Elísabet og barnsfaðir hennar, Cæsar Benjamín Hallbjörnsson Mar, bjuggu aldrei saman og hann skipti sér lítið af uppeldi Elíasar þó að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.