Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 117
S v e t l a n a A l e x i j e v i t s j o g R a d d i r S t a ð l e y s u n n a r TMM 2016 · 2 117 henni er sagt að hann muni deyja um nóttina. Og hann biður hana um aðeins eitt: að hún fletti frá sér sloppinum og sýni honum brjóstin. „Af því það er svo langt síðan ég hefi séð konuna mína,“ segir hann. En hún segir: „Ég var svo ung og feimin og hafði aldrei verið kysst að ég gat ekki fengið mig til að gera þetta fyrir hann. Svo dó hann.“ Enn ein örsaga: hersveit er umkringd, næsta morgun verður hún að reyna að brjótast út úr herkvínni. Í liðinu eru þrjár stúlkur og þær leggjast með öllum sem vilja því kannski er þetta síðasta kvöld ævinnar. Reyndar komust aðeins sjö hermenn af úr bardaganum og allar stúlkurnar féllu. Þetta tvennt, brjóstin nöktu og samfarir á háskastund, var reyndar skorið burt í fyrstu útgáfu bókarinnar. Ég nefni líka atvik sem tengjast börnum í stríði: Kona sem var skæruliði í skógunum tók að sér fimm ára gamla systurdóttur sína sem hafði séð foreldra sína og systkini brenna lifandi í kirkju þorpsins – en Þjóðverjar brenndu mikinn fjölda þorpa í refs- ingar skyni fyrir áhlaup skæruliða. Og telpan spurði: „Masha frænka, hvað verður eftir af mér þegar ég verð brennd? Skórnir kannski?“ Það er sameiginlegt þessari bók og annarri um manneskjur í stríði (Sinkstrákarnir) að þar er oftar en ekki lýst miklu hatri sem gýs upp með hefndar þorsta sem verður að slökkva strax. Þá eru konurnar í hernum kannski tilbúnar að hjálpa körlunum eða að minnsta kosti horfa með vel- þóknun á að ráðist er á þýska fanga og þeir skornir bókstaflega í tætlur. Þetta hatur er oftast tengt því að hermennirnir hafa rétt áður fundið afskræmd lík félaga sinna eða skæruliða eða fengið hræðilegar fréttir af afdrifum eigin fjölskyldu. En ef öðruvísi stendur á geta konurnar rússnesku sýnt þýskum föngum ótrúlega velvild. Ein fyllist sterkri samúð með föngum sem leiddir eru framhjá henni illa klæddir og banhungraðir í fimbulkulda svo miklum að helfrosnir fuglar detta úr lofti. Hún gefur ungum Þjóðverja brauð og um það segir hún: „Ég var svo hamingjusöm yfir að geta ekki hatað. Mikið var ég þó hissa á sjálfri mér,“ bætir hún við og einnig þessum orðum: „Maður þekkir ekki sitt eigið hjartalag.“ Margar sögur eru sagðar af samskiptum kynjanna í þessum háskalega karlaheimi. Þar skiptir í mörg horn ef svo mætti segja. Stundum tala kon- urnar um að félagar þeirra hafi hlíft þeim í háska og verið hinir riddara- legustu. Þegar þeir voru svo komnir inn í Austur-Prússland létu þeir það verða sitt fyrsta verk að nauðga þýskum konum, en skömmuðust sín þó fyrir stúlkunum rússnesku og reyndu að dylja allt fyrir þeim. Sumar konur fundu ástina á vígvellinum: „ef ekki hefði verið ástin hefði ég ekki lifað af,“ segir ein þeirra. En aðrar gátu aldrei elskað eftir stríðið, voru sem dauðar innvortis. Sumar höfðu verið „vígvallakonur“ einhvers félaga síns: „Ég tók saman við kaftein,“ segir ein, „ég elskaði hann ekki en það var skárra að lifa með einum en þurfa að óttast alla hina og þurfa að lemja þá frá sér á hverri nóttu.“ Sumar vígvallakonur urðu óléttar – og vel gat verið að faðirinn vildi síðan ekkert af móður og barni vita. Að stríði loknu fengu konur úr hernum óspart að heyra það hjá konum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.