Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 104
J ó n K a r l H e l g a s o n 104 TMM 2016 · 2 sem birtist í jólablaði Útvarpstíðinda 1945, „Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ sem birtist á aðfangadag í Þjóðviljanum sama ár og „Snæfríður er ein heima“ sem birtist í Dvöl vorið 1946. Allar voru þær skrifaðar á síðari hluta ársins 1945. Elías var þá aftur fluttur til Reykjavíkur og orðinn blaða- maður á Alþýðublaðinu. „Sumum vex fiskur um hrygg“ og „Snæfríður er ein heima“ lýsa erfiðleikum gamals fólk við að fóta sig í breyttum heimi. Í fyrri sögunni fylgjumst við með gömlum manni sem hefur hugsað sér að gefa sex ára borgardreng bolta í afmælisgjöf en hættir við þegar afmælisbarnið sýnir honum allt stríðsdótið sitt, þar á meðal nýju flugvélina sem ber kjarnorku- sprengjuna. „Það er alveg ægilegt vopn, – hún er miklu ægilegri heldur en allar aðrar sprengjur í heimi til samans. […] Og þegar ég kasta einni svoleiðis sprengju á borgina í Þýzkalandi, þá deyja allir mennirnir.“36 Í síðari sögunni sláumst við í för með gömlu húsfreyjunni í Hvammi, sem gengur upp með ánni til að horfa yfir dalinn sinn og farinn veg á meðan yngra fólkið fer til kirkju. Undir lok sögunnar er hún hins vegar leidd heim af nokkru harð- fylgi af syni og sonarsyni sínum eftir að þeir hafa uppgötvað að „helvítis kerlingin sé týnd“.37 Sagan leynir á sér; Elías virðist meðal annars kinka kolli til Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness en annað bindi verksins, Hið ljósa man (1944), var nýkomið út. Ekki er nóg með að Elías endurnýti nafn Snæfríðar Íslandssólar heldur bregður líka í sögunni fyrir vinnumanni sem heitir Magnús og þykir honum góður sopinn, rétt eins og Magnúsi í Bræðratúngu. Þessar tvær sögur kallast á við „Gamalt fólk“, fyrstu birtu smásögu Elíasar, en fátt gefur til kynna að þessar sögur séu samdar af höfundi sem átti á næstu fjórum árum eftir að skrifa hinar nútímalegu Reykjavíkursögur Eftir örstuttan leik, Man eg þig löngum og Vögguvísu, þar sem unglingar eða kornungir menn eru söguhetjur. Öðru máli gegnir um fjórðu smá- söguna, „Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ Um er að ræða sígilda jólasögu sem endurtekur Betlehemsmótífið úr „Sögu af jólatré“; í báðum sögum úthýsa broddborgarar á jólunum einhverjum sem minna mega sín. Hér er líka um tvöfalt sjónarhorn að ræða (sögu inni í sögu) en munurinn er sá að í „Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ eru atburðir einkum séðir með augum broddborgaranna. Ónefndur sögumaður segir okkur frá þeirri óskemmtilegu reynslu sem vinur hans, Magnús að nafni, varð fyrir á aðfangadagskvöld þegar heimilislaus drukkinn maður bankaði upp á til að óska heimilisfólki gleðilegra jóla. Gesturinn ávarpar húsbóndann með nafni en Magnús þekkir hann ekki. Þegar Hanna, eiginkona Magnúsar, kemur fram í anddyrið lætur gesturinn eins og þau eigi að þekkjast en Hanna þrætir fyrir það. „Blessaður góði, rektu þetta óféti frá dyrunum,“ segir hún angistar- full við mann sinn og dregur sig svo í hlé.38 Komumaður lætur hins vegar ekki vísa sér svo auðveldlega út, hann hangir upp við dyrastafinn, er við það að kasta upp, slær Magnús um þúsundkall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.