Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 19
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u
TMM 2016 · 2 19
inum“. Titillinn á smásagnasafni hans er til marks um þetta, Fornar ástir,
sem hann í formála túlkar í raun og veru sem „fornar syndir“. Í sömu átt
benda fyrirlestrar hans um Einlyndi og marglyndi, sem að miklu leyti fjalla
um þá baráttu sem lengi vel geisaði innra með honum sjálfum milli „ein-
hliða“ leitar vísindamannsins að ábyggilegum rannsóknarniðurstöðum og
hinnar „marghliða“ þrár skáldsins eftir að umfaðma allan heiminn, upplifa
allt og reyna sig við allar bókmenntagreinar, fljúga frá blómi til blóms.
Nanna og Sigurður skildu ekki opinberlega fyrr en 1921 og spyrja má
hvort hann skildi nokkurn tíma fullkomlega við hana í hjarta sínu og sál
þótt hann gerði sitt besta til að þurrka hana út úr opinberri ævisögu sinni.
Eflaust var hann sér meðvitaður um að hún var honum mikilvæg á margan
hátt, ekki bara sem ástkona og eiginkona heldur líka sem vitsmunalegur
félagi, stóra systir og skriftamóðir, stundum sem strangur gagnrýnandi á
mestu mótunarárum hans, Sturm-und-Drang skeiði hans. Þótt hann viður-
kenndi það aldrei opinberlega átti hún þátt í þroska hans sem manneskju og
menntamanns. Í smásögunni expressíónísku, „Hel“ sem hann skrifaði strax
eftir heimkomuna finnst mér ég sjá hana í hlutverkum ólíkra kvenmynda í
lífi hins rótlausa Álfs frá Vindhæli: hún heitir bæði Auðna og Hel auk hvers-
dagslegra kvenmannsnafna.
Nanna Böethius Nordal, fædd Henriksson, var líklega, auk alls annars,
músa Sigurðar Nordals, sem hann ávarpaði í bréfi eftir bréf, sem veitti
Sigurður Nordal á unglingsaldri ásamt fóstru sinni.