Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 122
Á r n i B e r g m a n n 122 TMM 2016 · 2 af sigrum og afrekum sem hægt sé að orna sér við, hugga sig við í miðjum dapurlegum hvunndagsleika. Og því er það að Svetlana fær yfrið nóg af pósti þar sem menn formæla henni fyrir að trufla þessar minningar, þessa huggun. Meira en svo: sumir menn saka hana um að ganga til liðs við óvini Rússlands sem alltaf hafi verið öflugir á Vesturlöndum. Einn lesandinn segir eftir að hafa lesið Sinkpiltana: „Það er þér og þínum líkum að kenna að við höfum beðið ósigur, erum ekki stórveldi lengur, höfum misst Austur-Evr- ópu“. Eins og oft í sögu þessara þjóða verður til hörð skipting í þá flokka sem taka sér stöðu með eða á móti. Annarsvegar eru þeir sem dást að þolinmæði og hugrekki Svetlönu Alexijevitsj við að leita sannleika sem erfitt kann að vera að horfast í augu við. Hinsvegar þeir sem segja kannski þegar fréttir af Nóbelsverðlaunum berast: „Það er eftir öðru að verið er að hrósa þessu þung- lyndisfjasi og rússahatri og verðlauna það í útlöndum“. Til eru þeir sem segja: Svetlana er of miskunnarlaus í því hvernig hún magnar upp svartnættið sem leggst yfir lönd og þjóðir. Í flestum bókum hennar skín ekki ljós, þar er enga von að finna. Hér er komið inn á gamla og nýja umræðu um sérstætt hlutverk bók- mennta á hinu rússneska menningarsvæði. Oft hefur þetta viðhorf hér verið þar ríkjandi: Bókmenntir hafa verið okkar veraldlega kirkja sem bæði skoðar hjörtun og nýrun og leitar vonar í myrkri dægranna. Svo var á keisaratímum, svo var á dögum sovétkommúnismans. Þegar svo Sovétríkin hrundu varð til straumur eða stefna í bókmenntunum sem kenndur var við tsjornúkha, kolsvart niðurrif á „heimspeki vonarinnar“ sem áður hafði svifið yfir vötnum bókmenntanna, niðurrif sem ýmis ung skáld töldu nú nauðsyn- legt að stunda til að menn gætu horfst í augu við grimmd heimsins. Og þá má spyrja: eru bækur Svetlönu Alexijevitsj slík tsjornúkha? Að vissu marki er það svo: í þeim er varla vonarglætu að finna. Sjálf segir hún: við eigum mjög langa leið ófarna. En hún er ólík þeim skáldum sem gerðu sér niðurrif vonarheimspekinnar að tísku og leik – ekki síst í því efni að þeir slepptu ekki aðeins allri von heldur og samúð líka. En samúð og mannskilning sem af samkennd sprettur á Svetlana Alexijevitsj hinsvegar í ríkum mæli, um það getur enginn efast sem les bækur hennar. Þegar Svetlana kom hingað á Bókmenntahátíð skrifaði hún á eintak mitt af Sinkpiltunum: „Kæri Árni, allar mínar bækur eru um ástina, þótt það sé að vísu erfitt að elska mennina …“ Reyndar herma heimildir að sú bók sem Svetlana Alexijevitsj hefur unnið að síðustu árin fjalli einmitt um ástina. Því eins og hún hefur tekið fram: „Mennirnir gera fleira en drepa hver annan …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.