Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 16
L a r s L ö n n r o t h 16 TMM 2016 · 2 eftirmann sinn, myndi deyja skyndilega. Á hinn bóginn segir Sigurður að hann kæri sig eiginlega ekki um prófessorsstólinn. Sækist hann eftir honum geri hann það mest föður síns vegna (16/8). Í raun og veru er ætlast til þess að Sigurður leggi stund á heimspeki í Oxford, það er skilyrðið fyrir Hannesar Árnasonar-styrknum. En heim- spekin sem Sigurður les – og segir Nönnu oft frá í bréfum – er ekki sú aka- demíska heimspeki sem um þessar mundir er kennd við Oxford eða Cam- bridge. Hina stóru ensku rökgreiningarheimspekinga – til dæmis G.E.Moore og Bertrand Russell – virðist hann ekki hafa reynt að ná neinu sambandi við. Það sem vekur áhuga Sigurðar er fremur einhvers konar „lífspeki“ eða praktísk einstaklingssálfræði sem fjallar um það hvernig maður eigi að lifa lífi sínu, styrkja sálarkrafta sína og verða betri og vitrari manneskja. Lærifeðurnir sem hann velur sér á þessu sviði eru, fyrir utan hans gamla meistara Renan, menn eins og Daninn Ludvig Feilberg (Om størst Udbytte af Sjælsevner) og Bandaríkjamaðurinn William James (Varieties of Religious Experience). Af bréfunum má skilja að hann lifi býsna einmanalegu lífi utan við akademískar kreðsur og að hann reyni að komast til botns í lífi sínu með því að skrifta fyrir Nönnu. Í bréfi frá 11/11 1917 skrifar hann þannig að hann hafi nú fullorðnast og fengið betri yfirsýn um lífið. Hann gerir sér grein fyrir því að Nanna hefur átt erfitt. Óþolinmæðin er einn af göllum hans. Undir áhrifum Ludvigs Feil- bergs vill hann í framtíðinni leggja meiri áherslu á sjálfstjórn og sjálfsfórn. Hann stefnir að þroska sálarinnar í fjórum þrepum. Fyrsta þrepið felst í að ná stjórn á sjálfum sér, annað í að víkka út eigið sjálf þannig að það rúmi menningu og annað fólk, það þriðja í að yfirvinna eigin takmarkanir með sjálfsfórn, það fjórða í að gefa sig heildinni á vald og verða eitt með heims- sálinni. Kannski getur hann náð fyrsta þrepinu þennan vetur og öðru þrepinu eftir um það bil 8 ár. Það sem hann á ólifað mun hann stefna að þriðja þrepinu og að lokum einnig reyna að ná því fjórða. Nokkru seinna, þann 8/1 1918, skrifar hann Nönnu að hún eigi ekki að vorkenna honum heldur eigi hún sjálf að lesa Feilberg. Hann sé orðinn sterkari, rólyndari, hafi unnið persónulegan sigur. Efnisleg markmið í anda Hjalmars Söderbergs finnast honum ómerkileg. Nú hefur hann líka kynnst tvítugri konu sem er fögur sál, píanóleikari, hefur lesið allar merkustu bókmenntir á frönsku, ensku, ítölsku, en er samt náttúrubarn. Hann er þó ekki ástfanginn, fullyrðir hann, þetta snýst um aðdáun, platónska dýrkun. Hugsjónirnir hefja hann yfir lágkúruna. Það er greinilegt að Sigurði finnst hann hafa orðið fyrir umbreytingu um veturinn, næstum trúarlegri. Hinn ástríðufulli elskhugi frá 1913 er orðinn platónskur. Nokkru seinna, þann 18/1, víkur hann aftur að ólíkum verkefnum sínum sem hafa breyst mikið síðan um sumarið. Skáldsöguna nefnir hann ekki, ef til vill hefur hann hætt við hana. Þess í stað vinnur hann að ritgerðum um íslenska menningu – efni sem seinna þróast yfir í bókina Íslenzk menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.